Sport

Faðir Tiger Woods látinn

Faðir Tiger Woods lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein
Faðir Tiger Woods lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein NordicPhotos/GettyImages

Faðir bandaríska kylfingsins Tiger Woods lést úr krabbameini í morgun, en hann hefur barist við sjúkdóminn í átta ár og hafði verið þungt haldinn síðustu mánuði. Woods hefur undanfarið lítið geta einbeitt sér að því að spila golf og tók sér frí á dögunum til að verja tíma með veikum föður sínum, sem hann kallaði læriföður sinn og góða fyrirmynd í stuttri yfirlýsingu í dag.

"Faðir minn var besti vinur minn og frábær fyrirmynd í alla staði. Ég mun sakna hans mikið," sagði Woods um föður sinn Earl Woods, sem var 74 ára gamall þegar hann lést. "Ég hefði aldrei náð jafn langt og raun ber vitni ef hans hefði ekki notið við og hann var frábær faðir, kennari, fyrirmynd, stríðsmaður, eiginmaður og vinur - ég vona að ég nái einhvern daginn að feta í fótspor hans," sagði Woods.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×