Innlent

Yfirlýsingar Jóns skref í rétta átt

Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingar, segir formann Framsóknarflokksins feta í slóð Árna Johnsen og telja stuðninginn við Íraksstríðið tæknileg mistök en ekki ásetningssynd. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks vinstri grænna, segir yfirlýsingar formannsins skref í rétta átt en taka þurfi málið upp á alþjóðavettvangi til að hægt sé að dæma um hver hugur fylgi máli.

Íraksuppgjör formannsins vakti mikla athygli í gær og sérlega sú yfirlýsing að ævinlega ætti að hafa samráð við utanríkismálanefnd Alþingis í slíkum málum. Formenn þingflokka VG og Samfylkingar telja að yfirlýsingin sýni að formaður Framsóknarflokksins telji að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi brotið lögin þegar þeir höfðu ekki samráð við utanríkismálanefnd um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×