Innlent

Áhyggjur vegna nauðgana

Nefndin lítur svo á að lögreglan, borgin og almenningur þurfi að taka höndum saman gegn ofbeldi.
Nefndin lítur svo á að lögreglan, borgin og almenningur þurfi að taka höndum saman gegn ofbeldi. MYND/hari

Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar lýsir þungum áhyggjum vegna ítrekaðra nauðgunarglæpa í og við miðborg Reykjavíkur að undanförnu.

Vill nefndin að löggæsla í miðborginni verði aukin og lýsing bætt. Þá þurfi að finna leiðir til að auka fræðslu meðal almennings um eðli kynbundins ofbeldis og hvetja til samábyrgðar og umræðu um glæpi af þessu tagi.

Lagt er til að nefnd um löggæslumálefni verði falið að koma með tillögur til úrbóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×