Fjöldi ellilífeyrisþega lifa vart við mannsæmandi lífskjör 4. nóvember 2006 05:00 Blekkingar stjórnvalda í skattamálum sýna virðingarleysi og vanmat á skilningi og þekkingu almennings. Staðreynd er að skattbyrði flestra heimila í landinu jókst á árunum 1995-2005. Skattbyrði lág-tekjufólks, þ.á m. ellilífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólks á vinnumarkaði svo sem bændur, einstæðar mæður og húsmæður jókst mest, en minnkaði hjá fámennum hópi hátekjufólks. Að vísu hafa stjórnvöld lækkað álagningu skatta úr 41,9 prósentum í 36,72 prósent á árunum 1995 til 2006 og hamra stöðugt á þessari takmörkuðu skýringu í öllum svargreinum. Stjórnvöld ¿gleyma¿ að geta þess að samtímis var skattfrjálsi hluti teknanna takmarkaður með því að hækka ekki skattleysismörkin frá upptöku staðgreiðslu með verðlaginu eða þá sem réttast væri með launavísitölu. Smávegis hækkun á skattleysismörkun í ASÍ samningum í sumar úr 79.000 kr. í 90.000 fyrir árið 2007, dugir skammt. Skattleysismörk ættu nú að vera um 137.000 hefðu þau fylgt launavísitölu. Stjórnvöld telja að almenningur greiði meiri skatt því að tekjur hafi hækkað. Með þessari fullyrðingu gera stjórnvöld sig sek um villandi málflutning, beinlínis fölsun staðreynda. Ljóst er að þeir urðu fyrir mestri aukningu skattbyrðarinnar sem búa við minnsta hækkun tekna, þ.e. að sífellt lægri rauntekjur eru skattlagðar af fullum þunga. Þetta er ekki einungis skoðun okkar í LEB heldur margítrekaðar skoðanir prófessora og margra fræðimanna í viðskipta- og hagfræði við háskóla landsins. (Sjá töflu). Margt bendir til þess að grunnhyggnar skýringar stjórnvalda í þessum málum muni koma þeim í koll hafandi í huga að almenningur á Íslandi hefur verið vel læs frá miðri 18. öld. Í næstu grein verður skýrt frá því hvernig skattstefna stjórnvalda og breyting á lögum frá 1995 sem ollu lægri greiðslum almannatrygginga hefur stóraukið launamismun í landinu sl. áratug og sorfið mjög að högum þeirra er lægstar tekjur hafa. Ólafur er formaður LEB og Einar hagfræðingur LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Sjá meira
Blekkingar stjórnvalda í skattamálum sýna virðingarleysi og vanmat á skilningi og þekkingu almennings. Staðreynd er að skattbyrði flestra heimila í landinu jókst á árunum 1995-2005. Skattbyrði lág-tekjufólks, þ.á m. ellilífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólks á vinnumarkaði svo sem bændur, einstæðar mæður og húsmæður jókst mest, en minnkaði hjá fámennum hópi hátekjufólks. Að vísu hafa stjórnvöld lækkað álagningu skatta úr 41,9 prósentum í 36,72 prósent á árunum 1995 til 2006 og hamra stöðugt á þessari takmörkuðu skýringu í öllum svargreinum. Stjórnvöld ¿gleyma¿ að geta þess að samtímis var skattfrjálsi hluti teknanna takmarkaður með því að hækka ekki skattleysismörkin frá upptöku staðgreiðslu með verðlaginu eða þá sem réttast væri með launavísitölu. Smávegis hækkun á skattleysismörkun í ASÍ samningum í sumar úr 79.000 kr. í 90.000 fyrir árið 2007, dugir skammt. Skattleysismörk ættu nú að vera um 137.000 hefðu þau fylgt launavísitölu. Stjórnvöld telja að almenningur greiði meiri skatt því að tekjur hafi hækkað. Með þessari fullyrðingu gera stjórnvöld sig sek um villandi málflutning, beinlínis fölsun staðreynda. Ljóst er að þeir urðu fyrir mestri aukningu skattbyrðarinnar sem búa við minnsta hækkun tekna, þ.e. að sífellt lægri rauntekjur eru skattlagðar af fullum þunga. Þetta er ekki einungis skoðun okkar í LEB heldur margítrekaðar skoðanir prófessora og margra fræðimanna í viðskipta- og hagfræði við háskóla landsins. (Sjá töflu). Margt bendir til þess að grunnhyggnar skýringar stjórnvalda í þessum málum muni koma þeim í koll hafandi í huga að almenningur á Íslandi hefur verið vel læs frá miðri 18. öld. Í næstu grein verður skýrt frá því hvernig skattstefna stjórnvalda og breyting á lögum frá 1995 sem ollu lægri greiðslum almannatrygginga hefur stóraukið launamismun í landinu sl. áratug og sorfið mjög að högum þeirra er lægstar tekjur hafa. Ólafur er formaður LEB og Einar hagfræðingur LEB.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun