Ævar Örn seilist í Glerlykilinn í vor 16. nóvember 2006 17:00 Ævar örn Jósepsson tilnefndur til norrænna glæpasagnaverðlauna fyrir Blóðberg. Glerlykillinn, hin norrænu verðlaun glæpasagnanna, er nú í undirbúningi og taka brátt að birtast tilnefningar frá valnefndum í hverju landi. Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags hefur lokið störfum og tilnefnir eina íslenska glæpasögu útgefna árið 2005 til að keppa um Glerlykilinn, verðlaun Norrænu glæpasamtakanna SKS, Skandinaviska Kriminalsällskapet. Glerlykillinn fyrir bestu norrænu glæpasöguna árið 2005 verður svo afhentur vorið 2007. Nefndin var á einu máli um að tilnefna Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson og segir í úrskurði nefndarinnar: Þriðja glæpasaga Ævars Arnar Jósepssonar, Blóðberg, nýtir sér Kárahnjúka sem sögusvið; afskekktan stað þar sem fram fara umdeildar framkvæmdir og þar sem fólk úr öllum áttum kemur saman. Þetta býður upp á fjöruga frásagnarmöguleika sem Ævar vinnur vel úr í skemmtilegri úrvinnslu á sígildu formi glæpasögunnar. Dregin er upp skýr mynd af fjölbreyttum persónum, fléttan er fimlega unnin og stíllinn er leikandi léttur í spennandi frásögn. Blóðberg verður því framlag Hins íslenska glæpafélags til Glerlykilsins 2005 sem afhentur verður næsta vor. Í dómnefnd Hins íslenska glæpafélags voru Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Kristín Árnadóttir og Kristján Jóhann Jónsson. Þau munu einnig sitja í dómnefnd SKS um bestu norrænu glæpasöguna útgefna árið 2005. Vegur Ævars eykst nokkuð með þessu en nýja sagan hans, Sá yðar sem syndlaus er, fékk í gær fjögurra stjörnu dóm hér í Fréttablaðinu. Hann flutti sig um set í haust frá þeim Eddu-mönnum og settist að í Uppheimum, forlagi Kristjáns Kristjánssonar á Akranesi. Glerlykillinn er svo nefndur til heiðurs Dashiell Hammett, einum af frumkvöðlum glæpasögunnar vestanhafs. Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Glerlykillinn, hin norrænu verðlaun glæpasagnanna, er nú í undirbúningi og taka brátt að birtast tilnefningar frá valnefndum í hverju landi. Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags hefur lokið störfum og tilnefnir eina íslenska glæpasögu útgefna árið 2005 til að keppa um Glerlykilinn, verðlaun Norrænu glæpasamtakanna SKS, Skandinaviska Kriminalsällskapet. Glerlykillinn fyrir bestu norrænu glæpasöguna árið 2005 verður svo afhentur vorið 2007. Nefndin var á einu máli um að tilnefna Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson og segir í úrskurði nefndarinnar: Þriðja glæpasaga Ævars Arnar Jósepssonar, Blóðberg, nýtir sér Kárahnjúka sem sögusvið; afskekktan stað þar sem fram fara umdeildar framkvæmdir og þar sem fólk úr öllum áttum kemur saman. Þetta býður upp á fjöruga frásagnarmöguleika sem Ævar vinnur vel úr í skemmtilegri úrvinnslu á sígildu formi glæpasögunnar. Dregin er upp skýr mynd af fjölbreyttum persónum, fléttan er fimlega unnin og stíllinn er leikandi léttur í spennandi frásögn. Blóðberg verður því framlag Hins íslenska glæpafélags til Glerlykilsins 2005 sem afhentur verður næsta vor. Í dómnefnd Hins íslenska glæpafélags voru Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Kristín Árnadóttir og Kristján Jóhann Jónsson. Þau munu einnig sitja í dómnefnd SKS um bestu norrænu glæpasöguna útgefna árið 2005. Vegur Ævars eykst nokkuð með þessu en nýja sagan hans, Sá yðar sem syndlaus er, fékk í gær fjögurra stjörnu dóm hér í Fréttablaðinu. Hann flutti sig um set í haust frá þeim Eddu-mönnum og settist að í Uppheimum, forlagi Kristjáns Kristjánssonar á Akranesi. Glerlykillinn er svo nefndur til heiðurs Dashiell Hammett, einum af frumkvöðlum glæpasögunnar vestanhafs.
Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira