Tölvur kenna stafsetningu 16. nóvember 2006 06:45 Anton Karl Ingason og Skúli Bernhard Jóhannsson Höfundar veflægs kennsluvefjar sem veitir vélræna kennslu í íslenskum stíl er gæti sparað kennurum talsverða vinnu við upplestur og yfirferð úrlausna. „Þetta er í rauninni bara gamla kennsluaðferðin, íslenski stíllinn, í nýjum búningi," segir Anton Karl Ingason, annar af höfundum námsvefjar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar klukkan tvö í dag - á Degi íslenskrar tungu - við athöfn í Reykjavíkurakademíunni. Anton, sem hefur töluverða reynslu af hugbúnaðargerð, og félagi hans Skúli Bernhard Jóhannsson, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, hafa unnið að námsvefnum undanfarið ár. Ef vefurinn reynist vel, og kemst í almenna notkun í skólakerfinu, getur hann minnkað álag á kennara því hann er algerlega vélrænn; spilar upptökur af íslenskum stílum, fer yfir þá og leiðréttir án þess að mannshöndin komi þar nærri. Auk þess geta nemendur notað vefinn á gagnvirkan hátt til að læra vélritun. Nemandi sem notar vefinn getur hlustað á, og skrifað upp, einn af þeim stílum sem eru vistaðir inni á honum. Eftir að nemandinn hefur lokið við stílinn fer vefurinn yfir hann, leiðréttir og bendir nemandanum á hvaða málfræðireglur hann braut þegar hann skrifaði stílinn. Stílæfingar í forritinu eru tvenns konar: æfingar þar sem nemendur skrifa upp eftir mæltu máli og æfingar þar sem þeir lesa texta af skjánum og skrifa hann niður eftir sjónminni. Allar villur sem nemandinn gerir verða glósaðar og flokkaðar inni á vefnum sem þýðir að fyrir próf mun nemandinn geta rifjað upp hvaða villur hann hefur gert í stílum. „Líklega munu nemendur vinna stílana á tölvur heima hjá sér, því tölvukostur í skólum er ekki nægjanlegur til að allir nemendur hafi aðgang að þeim þar. Kennarar munu geta séð að tiltekinn nemandi hafi gert ákveðið margar n-villur eða y-villur og getur þá hagað þeirri kennslu sem hann veitir viðkomandi nemanda eftir því. Kennarinn sparar sér því ófrjóa handavinnu við yfirferð en fær í staðinn upp í hendurnar verðmæta tölfræði sem hjálpar honum að stýra áherslum í kennslu," segir Anton Karl. Hann segir óþarfa að kennarar lesi enn þá upp og fari yfir stíla þegar tækni sé fyrir hendi til að láta tölvur gera það. Frá og með deginum í dag getur fólk notað námsvefinn www.rettritun.is sér að kostnaðarlausu og segir Anton Karl að ýmsir skólar muni á næstunni reynsluprófa hann. Innlent Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Sjá meira
„Þetta er í rauninni bara gamla kennsluaðferðin, íslenski stíllinn, í nýjum búningi," segir Anton Karl Ingason, annar af höfundum námsvefjar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar klukkan tvö í dag - á Degi íslenskrar tungu - við athöfn í Reykjavíkurakademíunni. Anton, sem hefur töluverða reynslu af hugbúnaðargerð, og félagi hans Skúli Bernhard Jóhannsson, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, hafa unnið að námsvefnum undanfarið ár. Ef vefurinn reynist vel, og kemst í almenna notkun í skólakerfinu, getur hann minnkað álag á kennara því hann er algerlega vélrænn; spilar upptökur af íslenskum stílum, fer yfir þá og leiðréttir án þess að mannshöndin komi þar nærri. Auk þess geta nemendur notað vefinn á gagnvirkan hátt til að læra vélritun. Nemandi sem notar vefinn getur hlustað á, og skrifað upp, einn af þeim stílum sem eru vistaðir inni á honum. Eftir að nemandinn hefur lokið við stílinn fer vefurinn yfir hann, leiðréttir og bendir nemandanum á hvaða málfræðireglur hann braut þegar hann skrifaði stílinn. Stílæfingar í forritinu eru tvenns konar: æfingar þar sem nemendur skrifa upp eftir mæltu máli og æfingar þar sem þeir lesa texta af skjánum og skrifa hann niður eftir sjónminni. Allar villur sem nemandinn gerir verða glósaðar og flokkaðar inni á vefnum sem þýðir að fyrir próf mun nemandinn geta rifjað upp hvaða villur hann hefur gert í stílum. „Líklega munu nemendur vinna stílana á tölvur heima hjá sér, því tölvukostur í skólum er ekki nægjanlegur til að allir nemendur hafi aðgang að þeim þar. Kennarar munu geta séð að tiltekinn nemandi hafi gert ákveðið margar n-villur eða y-villur og getur þá hagað þeirri kennslu sem hann veitir viðkomandi nemanda eftir því. Kennarinn sparar sér því ófrjóa handavinnu við yfirferð en fær í staðinn upp í hendurnar verðmæta tölfræði sem hjálpar honum að stýra áherslum í kennslu," segir Anton Karl. Hann segir óþarfa að kennarar lesi enn þá upp og fari yfir stíla þegar tækni sé fyrir hendi til að láta tölvur gera það. Frá og með deginum í dag getur fólk notað námsvefinn www.rettritun.is sér að kostnaðarlausu og segir Anton Karl að ýmsir skólar muni á næstunni reynsluprófa hann.
Innlent Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent