Þýski vöruflutningabílaframleiðandinn MAN gerði í dag óvinveitt yfirtökutilboð í sænska samkeppnisaðilann Scania. Tilboðið er óbreytt frá upphaflegu yfirtökutilboði, sem MAN gerði í Scania í september.
Tilboðið hljóðar upp á 10,3 milljarða evrur eða tæpar 925 milljarða íslenskra króna en hluthafar í Scania hafa frá og með 20. nóvember til 11. desember til að ákveða hvort þeir taki því.
Taki hluthafar yfirtökutilboðinu renna fyrir tækin saman og verður til stærsti framleiðandi á sviði vöruflutningabíla.
MAN gerði fyrst yfirtökutilboð í Scania í september en stjórn félagsins og næststærsti hluthafi þess, Investor AB, hafnaði því.
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen, sem er stærsti hluthafinn í bæði MAN og Scania segir fyrirtækin verða að taka ákvörðun um næstu skref á morgun.