Viðskipti innlent

Sigurður Einarsson ræðir um skrif Ekstrablaðsins

Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings.
Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings. Mynd/Stefán

Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings, hefur boðað til fundar með blaða- og fréttamönnum í húskynnum FIH bankans í Kaupmannahöfn í Danmörku á morgun. Tilefnið er útboð á nýjum hlutum í bankanum, sem nemur allt að 10% af þegar útgefnu hlutafé í Kaupþingi banka. Þá mun Sigurður sömuleiðis ræða um nýleg skrif Ekstra blaðsins um bankann, sem birtust í upphafi mánaðarins.

Á fundinum mun Sigurður, ásamt Lars Johansen framkvæmdastjóra FIH bankans í Danmörku, fara yfir þróun bankans og framtíðaráform.

Fundurinn hefst klukkan 13:30 að dönskum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×