Viðskipti innlent

Flaga skilaði tapi

Flaga Group tapaði 107.000 bandaríkjadölum eða 7,5 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta nokkur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið hagnaðist um 800.000 dali eða 56 milljónir króna.

Í tilkynningu frá Flögu kemur fram að rekstrargjöld félagsins hafi numið 4,4 milljónum dala, rúmum 308 milljónum króna, á tímabilinu sem er svipað og á sama tíma fyrir ári.

Rekstrarhagnaður (EBIT) á sama tímabili nam 6.000 dölum eða rúmum 420.500 krónum. Til samanburðar nam hann tæpum 1,2 milljónum dala eða 83,3 milljónum króna í fyrra.

Tap Flögu á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1,4 milljónum bandaríkjadala eða rétt rúmlega 98 milljónum króna samanborið við 279.000 króna eða 19,5 milljóna króna tap á sama tímabil á fyrra ári.

Þá námu tekjur félagsins á fyrstu níu mánuði ársins 22,8 milljónum bandaríkjadala eða 1,6 milljörðum króna, sem er 12% samdráttur miðað við sama tímabil fyrra árs.

Tilkynning Flögu Group






Fleiri fréttir

Sjá meira


×