Verðbólga lækkar í Noregi 11. september 2006 11:13 Verðbólga lækkaði um 0,4 prósentustig í ágúst og mældist 1,9 prósent á ársgrundvelli. Þetta kom nokkuð á óvart en sérfræðingar spáði óbreyttri verðbólgu á milli mánaða. Til samanburðar lækkaði verðbólgan um 0,6 prósent í júlí en lækkunin má einkum skýra með verðlækkun á fatnaði og símaþjónustu í Noregi. Í Morgunkorni Glitnis segir að hagvöxtur í Noregi hafi mælst 1,1 prósent á öðrum fjórðungi ársins en það er 0,3 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Þá hefur atvinnuleysi á þessu ári hefur verið minna en undanfarin fimm ár og hefur einkaneysla aukist samhliða því. Glitnir segir olíuverð hafa mikil áhrif á efnahagslífið í Noregi en olía telur um 40 prósent af heildarútflutningi landsins. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Noregs vinni um 1,3 prósent af vinnufæru fólki í olíugeiranum og telji framleiðslan telur um 25 prósent af vergri landsframleiðslu. Breytingar á olíuverði endurspeglast í hlutabréfavísitölunni OBX þar sem olíufyrirtækin vega þungt, að sögn Glitnis. Í lok ágúst hafði vísitalan hækkað um 14,4% frá áramótum. Í ágúst fór hún hinsvegar lækkandi en það er í samræmi við lækkandi olíuverð undanfarnar vikur. Olíuverð hefur haldið áfram að lækka í morgun og hlutabréfaverð í Noregi hefur lækkað um 2,5 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verðbólga lækkaði um 0,4 prósentustig í ágúst og mældist 1,9 prósent á ársgrundvelli. Þetta kom nokkuð á óvart en sérfræðingar spáði óbreyttri verðbólgu á milli mánaða. Til samanburðar lækkaði verðbólgan um 0,6 prósent í júlí en lækkunin má einkum skýra með verðlækkun á fatnaði og símaþjónustu í Noregi. Í Morgunkorni Glitnis segir að hagvöxtur í Noregi hafi mælst 1,1 prósent á öðrum fjórðungi ársins en það er 0,3 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Þá hefur atvinnuleysi á þessu ári hefur verið minna en undanfarin fimm ár og hefur einkaneysla aukist samhliða því. Glitnir segir olíuverð hafa mikil áhrif á efnahagslífið í Noregi en olía telur um 40 prósent af heildarútflutningi landsins. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Noregs vinni um 1,3 prósent af vinnufæru fólki í olíugeiranum og telji framleiðslan telur um 25 prósent af vergri landsframleiðslu. Breytingar á olíuverði endurspeglast í hlutabréfavísitölunni OBX þar sem olíufyrirtækin vega þungt, að sögn Glitnis. Í lok ágúst hafði vísitalan hækkað um 14,4% frá áramótum. Í ágúst fór hún hinsvegar lækkandi en það er í samræmi við lækkandi olíuverð undanfarnar vikur. Olíuverð hefur haldið áfram að lækka í morgun og hlutabréfaverð í Noregi hefur lækkað um 2,5 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira