Innlent

Fórnarlamba hryðjuverka minnst með einnar mínútu þögn

MYND/Hari

Þeirra sem fórust í hryðjuverkunum 11. september 2001 verður minnnst með einnar mínútu þögn klukkan 12.46 að íslenskum tíma í sendiráði Bandaríkjanna.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Bush Bandaríkjaforseta, sem bandaríska sendiráðið sendi frá sér í morgun, að 11. september hefði verið gerður að degi föðurlandsvina.

Eins og fram hefur komið í fréttum tóku George Bush og kona hans Laura þátt í minningarathöfn um þessi voðaverk í New York borg í gærkvöldi. Meðal þeirra sem einnig voru viðstaddir voru George Pataki, ríkisstjóri í New York, Michael Bloomberg, borgarstjóri, og Rudy Giuliani, sem var borgarstjóri í New York fyrir fimm árum.

Forsetahjónin lögðu blómsveiga á tvær tjarnir sem eru nú þar sem tvíburaturnarnir stóðu áður. Því var haldin guðsþjónusta í kirkju sem stendur beint á móti þeim stað þar sem trunarnir tveir gnæfðu yfir borginni.

Því næst heimsótti Bandaríkjaforseti slökkviliðs- og björgunarmenn sem vinna á þeirri slökkvistöð sem stendur næst þeim stað þar sem byggingarnar stóðu.

Bush mun síðar í dag heimsækja björgunar- og slökkviliðsmenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðum fyrir fimm árum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×