Innlent

Veiðist vel í Síldarsmugunni

Togaraskipstjóri sem er á karfaveiðum í Síldarsmugunni segir í samtali við Fiskifréttir, að talsvert sé af fiski og að skipin séu að fá um eitt til þrjú tonn á togtímann. Íslendingar eru nú í fyrsta skipti við karfaveiðar í Síldarsmugunni en svæðið er alþjóðlegt hafsvæði. Fiskifræðingar hafa haft af því áhyggjur að ekki sé vitað hvaða stofni karfinn tilheyrir.

Úthafskarfastofninn á Reykjaneshrygg stendur höllum fæti og óttast fiskifræðingar að einhver tengsl geti verið á milli hans og karfans sem nú er veiddur eftirlitslaust í Síldarsmugunni. Ekki er hins vegar fullvíst að nokkur tengsl séu á milli karfastofnsins á Reykjaneshrygg og þess sem nú er veitt úr í Síldarsmugunni. Jafnvel er talið þar sé um sjálfstæðan stofn að ræða eða þá einhvern hluta norska karfastofnsins úr Barentshafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×