Innlent

Starfsmenn bandaríska sendiráðsins minnast þeirra sem létust

Mynd/Hari

Einnar mínútu þögn var í bandaríska sendiráðinu klukkan 12:46 til minningar um þá sem létust í hryðjuverkunum þann 11. september árið 2001, eða þegar fyrsta flugvélin flaug á annan tvíburaturninn samkvæmt íslenskum tíma. Á milli tuttugu og þrjátíu starfsmenn voru við vinnu í sendiráðinu um hádegi í dag. Fjölmiðlum var ekki boðið að vera viðstaddir en einungis starfsmenn sendiráðsins minntust þeirra sem létust þennan dag með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×