Innlent

Síminn segir ásakanir Hallgríms fráleitar

Mynd/Vísir

Síminn telur fráleitt að starfsmenn Símans fylgist með símtölum milli ákveðinna aðila og komi upplýsingum þar um áfram til óviðkomandi aðila. Í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér vegna greinar Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag, áréttar Síminn að fyrirtækið starfi samkvæmt lögum um fjarskipti og eftir eigin siðareglum. Starfsmönnum sé skilt að halda leyndu fyrir óviðkomandi aðilum öllu því er varða fjarskiptin, bæði meðan þeir eru í starfi hjá fyrirtækinu og eftir að starfi þeirra lýkur. Grein Hallgríms, "Blásið í Baugsmálið" fjallar um Baugsmálið. Þar segir að starfsmaður Símans hafi tjáð Hallgrími að starfsmenn Símann hefðu ekki undrast innrásinu í Baug á sínum tíma, því mánuði áður starfsmenn Símans talið yfir 30 símtöl úr forsætisráðuneytinu til ríkislögreglustjóra. Síminn segir ásakanir Hallgríms mjög alvarlegar og að þær eigi ekki við rök að styðjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×