Viðskipti erlent

Skattasátt hjá GlaxoSmithKline

Sátt náðist á milli bandaríska skattsins og bandarískrar deildar breska lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline Holdings um ógreidda álagningu á lyf fyrirtækisins og skattgreiðslur á árunum 1998 til 2005. Í sáttinni felst að lyfjafyrirtækið mun greiða 3,4 milljarða bandaríkjadali eða jafnvirði 244 milljarða íslenskar krónur til skattstofunnar. Þetta er stærsta skattamál í bandaríski dómssögu.

Í sáttinni felst ennfremur að GlaxoSmithKline fer ekki fram á endurgreiðslu á álögðum skatti að fjárhæð 1,8 milljörðum dala eða um 130 milljörðum króna.

Í tilkynningu frá GlaxoSmithKline kemur fram að kostnaðurinn muni nema 3,1 milljarði dala eða tæpum 223 milljörðum króna auk vaxta. Fyrirtækið mun hafa gert ráð fyrir að greiðslunni og lagði fjármagn til hliðar vegna þessa. Ekki er búist við að greiðslan hafi áhrif á afkomu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×