Innlent

Tilboð Barr upp á um 180 milljarða

Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA upp í 820 kúnur á hlut, sem þýðir að fyrirtækið býður um 180 milljarða króna í PLIVA.

Það er um fimm milljörðum meira en síðasta tilboð Actavis hljóðaði upp á en Barr og Actavis hafa undanfarnar vikur barist um yfirráð í PLIVA. Króatíska fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir tilboð Barr en ekki liggur fyrir hvort Actavis hyggist hækka tilboð sitt á ný í PLIVA. Hvort sem Barr eða Actavis hefur betur í baráttunni er ljóst að með samrunanum verður til þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×