Innlent

Um 90% flugfarþega telja flugþjónusta mikilvæga fyrir byggðarlag sitt

Mynd/Valli
Um 90% farþegar í innanlandsflugi á Íslandi telja flugþjónustu mjög mikilvæga fyrir byggðalagið sitt samkvæmt nýrri könnun sem Land-Ráð sf. vann í mars og apríl síðastliðnum fyrir Samgönguráðuneytið. Könnunin var unnin í samvinnu við Flugfélag Íslands og Landsflug en alls tóku 570 farþegar þátt í könnuninni. Flugfarþegar fara um 12-15 ferðir til höfuðborgarsvæðisins á ári og þar af um 7-9 ferðir með flugi. Um 81% svarenda telja að þeir muni fljúga sjaldnar ef innanlandsflug yrði flutt úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur og um 85% þeirra sem búa á landsbyggðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×