Innlent

Tók bankalán og stofnaði starfþjálfunarstöð

Starfsendurhæfingarstöð fyrir óvirka alkóhólista, fíkniefnaneytendur og öryrkja er tilbúin til notkunar í Kópavogi. Upphafsmaðurinn og hugmyndasmiðurinn er sjálfur óvirkur alkóhólisti sem sá þörfina, tók bankalán, keypti húsnæði og treystir nú á að fá fjármagn til þess að reka stöðina.

Starfsendurhæfingin miðast að því að koma fólki sem verið hefur frá vinnu vegna áfengis- eða fíkniefnaneyslu aftur á vinnumarkaðinn. Eins er þjálfunin fyrir öryrkja en miðað er að því að finna vinnu við hæfi fólks þar sem vinnudagurinn verður stuttur til að byrja með en síðan aukið við smátt og smátt.

Kostnaðurinn við reksturinn er um 75 til áttatíu milljónir króna á ári. Félagsmálaráðherra lýst vel á þetta framtak Hjalta Kjartanssonar en segir fjármagn þó ekki vera tryggt. Starfsþjálfunin er einstaklingsmiðuð, fólk mætir á morgnanna þar sem er kennsla, fyrirlestrar, ráðgjöf og annað til uppbyggingar inn í framtíðina. Og segir upphafsmaðurinn þörfina brýna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×