Veiðiferðin er búin Róbert Marshall skrifar 27. október 2006 00:01 Er Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, rétti maðurinn í það starf sem hann gegnir? Það var ekki búið að ganga frá vinnslustað afurðanna þegar haldið var til veiða, það var ekki búið að kanna hvort einhver markaður væri fyrir hvalkjöt, það var ekki búið að vinna forvinnuna fyrir þann ímyndarlega skaða sem Íslendingar eru nú að ganga í gegnum á heimsvísu. Það virðist sem ekkert kynningarstarf hafi verið unnið áður en þessi ákvörðun hafi verið tekin. Og nú sér maður sjávarútvegsráðherra lýsa yfir hryggð sinni yfir vanþekkingu breta og ástrala í málinu og hvað þessar þjóðir komi nú illa út. Eins og einhver sé að hlusta. Það er bara ein þjóð sem kemur illa út í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur að vísu sent Jónínu Bjartmarz út til fundar við umhverfisráðherra norðurlandanna til þess að sannfæra þá um málstað íslendinga. Það er gott til þess að vita að einhver ráðherranna með eldheita sannfæringu í málinu sé nú að rétta hlut íslendinga í þessu persónulega klúðri Einars K. Guðfinnssonar sem er á landsögulegan mælikvarða. Þetta er sennilega eitt mesta klúður íslandssögunnar. Því miður virðist það vera svo að ríkisstjórnin hafi talið að ef haldið yrði til veiða þá myndi þjóðin þjappa sér á bakvið hana og styðja hana í stríði hins litla við öll stórveldi heimsins. Og hætta að tala um hleranir. Það eru sennilega flestir íslendingar sammála um rétt okkar til þess að stunda hvalveiðar. Það þýðir ekki að allir íslendingar séu þeirrar skoðunnar að við eigum að veiða hval. Heimspressan hefur gripið þetta mál á lofti og ríkisstjórnir hvaðanæva að úr heiminum fjalla um málið á mjög neikvæðan hátt. Enda er það illa unnið. Við erum að veiða hval, vegna þess að við megum veiða hval. Það eru engin efnisleg rök sem mæla með því. Hin mjög svo undarlega þráhyggja Halldórs Ásgrímssonar að gera Íslendinga að fulltrúum í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hefur nú verið í framkvæmd í utanríkisráðuneytinu síðustu ár. Nú virðist ríkisstjórnin hafa hætt við að fara þá leið án þess þó að gefa það sérstaklega út. Ríkisstjórnin stórskaðaði möguleika sína á því að ná þessu markmiði með því að taka upp hvalveiðar. Nú á þjóðin heimtingu á því að ríkisstjórnin leggi á borðið nákvæmar tölur yfir þá fjármuni sem settir hafa verið í þá umsókn Íslendinga. Hvað er búið að henda miklu af peningum landsmanna út um gluggann með þessari ótrúlegu þægni sjávarútvegsráðherra við Kristján Loftsson? Ólíklegt verður að teljast að þessi skynsemismaður verði kallaður til þess aftur að stýra ráðuneyti á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson verður nú að draga inn háfinn og hrista af sér lúsina; veiðiferðin er búinn. Höfundur er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Er Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, rétti maðurinn í það starf sem hann gegnir? Það var ekki búið að ganga frá vinnslustað afurðanna þegar haldið var til veiða, það var ekki búið að kanna hvort einhver markaður væri fyrir hvalkjöt, það var ekki búið að vinna forvinnuna fyrir þann ímyndarlega skaða sem Íslendingar eru nú að ganga í gegnum á heimsvísu. Það virðist sem ekkert kynningarstarf hafi verið unnið áður en þessi ákvörðun hafi verið tekin. Og nú sér maður sjávarútvegsráðherra lýsa yfir hryggð sinni yfir vanþekkingu breta og ástrala í málinu og hvað þessar þjóðir komi nú illa út. Eins og einhver sé að hlusta. Það er bara ein þjóð sem kemur illa út í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur að vísu sent Jónínu Bjartmarz út til fundar við umhverfisráðherra norðurlandanna til þess að sannfæra þá um málstað íslendinga. Það er gott til þess að vita að einhver ráðherranna með eldheita sannfæringu í málinu sé nú að rétta hlut íslendinga í þessu persónulega klúðri Einars K. Guðfinnssonar sem er á landsögulegan mælikvarða. Þetta er sennilega eitt mesta klúður íslandssögunnar. Því miður virðist það vera svo að ríkisstjórnin hafi talið að ef haldið yrði til veiða þá myndi þjóðin þjappa sér á bakvið hana og styðja hana í stríði hins litla við öll stórveldi heimsins. Og hætta að tala um hleranir. Það eru sennilega flestir íslendingar sammála um rétt okkar til þess að stunda hvalveiðar. Það þýðir ekki að allir íslendingar séu þeirrar skoðunnar að við eigum að veiða hval. Heimspressan hefur gripið þetta mál á lofti og ríkisstjórnir hvaðanæva að úr heiminum fjalla um málið á mjög neikvæðan hátt. Enda er það illa unnið. Við erum að veiða hval, vegna þess að við megum veiða hval. Það eru engin efnisleg rök sem mæla með því. Hin mjög svo undarlega þráhyggja Halldórs Ásgrímssonar að gera Íslendinga að fulltrúum í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hefur nú verið í framkvæmd í utanríkisráðuneytinu síðustu ár. Nú virðist ríkisstjórnin hafa hætt við að fara þá leið án þess þó að gefa það sérstaklega út. Ríkisstjórnin stórskaðaði möguleika sína á því að ná þessu markmiði með því að taka upp hvalveiðar. Nú á þjóðin heimtingu á því að ríkisstjórnin leggi á borðið nákvæmar tölur yfir þá fjármuni sem settir hafa verið í þá umsókn Íslendinga. Hvað er búið að henda miklu af peningum landsmanna út um gluggann með þessari ótrúlegu þægni sjávarútvegsráðherra við Kristján Loftsson? Ólíklegt verður að teljast að þessi skynsemismaður verði kallaður til þess aftur að stýra ráðuneyti á Íslandi. Einar K. Guðfinnsson verður nú að draga inn háfinn og hrista af sér lúsina; veiðiferðin er búinn. Höfundur er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun