Innlent

SHÍ fagnar tillögum um lækkun skatta á bækur

MYND/Hari

Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar þeirri tillögu ríkisstjórnarinnar að lækka virðsaukaskatt á bókum bókum, blöðum og tímaritum enda breytingarnar á efa nokkur kjarabót fyrir námsmenn sem greiði mikið fyrir námsbækur.

Hugmyndir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að skattur á bækur, blöð og tímarit lækki úr 14 prósentum í sjö og segir Stúdentaráð námsmenn standa nú nær kollegum sínum í nágrannalöndunum, enda hafi virðisaukaskatturinn verið óeðlilega hár hér á landi.

 

„Um leið og SHÍ fagnar þessum breytingum, bendum við á að mörg skref eru óstigin í kjarabaráttu stúdenta, en þetta er skref í rétta átt og kemur stúdentum nær takmarki sínu. Í því ljósi má líta til Noregs en þar ákváðu menn árið 1967 að hætta allri skattlagningu á „hinu frjálsa orði"," segir í tilkynningu Stúdentaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×