Enn af sagnfræði og trú 24. ágúst 2007 06:00 Kristni er í huga flestra háð því að ákveðnir atburðir hafi í raun og veru átt sér stað, að þeir séu sagnfræðilegar staðreyndir. Fræðimenn hafa átt það til að komast að öðrum niðurstöðum og veikja þar með grundvöllinn að kennivaldi kirkjunnar og jafnvel hefur verið litið á vísindi og trú sem andstæður. Sú afstaða hefst að mestu með upplýsingastefnunni. Kenningar kirkjunnar taka margar að láta á sjá og ákveðin andkristni verður vinsæl meðal menntamanna. Í lok 18. aldar er sagnfræðingurinn mikli Edward Gibbon ekki í vafa um að kristni var ein af helstu orsökunum fyrir hnignun og falli Rómvarveldis og gerir óspart grín að galdrakukli frumkristinna. Á sama tíma birtast fyrstu efasemdarit þýskra guðfræðinga sem rannsakað höfðu texta biblíunnar með gagnrýnu hugarfari. Á nítjándu öld kollvörpuðu náttúruvísindin endanlega hinni kristnu heimsmynd og rannsóknir guðfræðinga og sagnfræðinga á biblíutextum sýndi hversu óáreiðanlegir þeir voru. Nýguðfræðin til bjargar Kristnin stóð orðið verulega höllum fæti og brugðust guðfræðingar við því með nýrri og fjálslyndari guðfræði. Jón Helgason var biskup 1916 til 1938 og taldist til nýguðfræðinga. Ekki voru allir sáttir við þessa nýju stefnu, enda sagði séra Árna aðspurður að enn væri biskupinn “allt of ern”. Samkvæmt nýguðfræðinni er ekki gert ráð fyrir að neitt í Biblíunni sé bókstaflega rétt heldur beri að túlka allt sem þar stendur og túlki þá hver fyrir sig. Ekki fær kirkjan mikið hlutverk þarna og jafnframt virðist stutt í trúleysi enda litu margir svo á. Jón Helgason gekk til náms í Kaupmannahöfn og þar er enn að finna mjög svo frjálslynda róttæka guðfræðinga. Ekki fer miklum sögum af þeim hér á landi. Fornleifarnar bjarga Eftir því sem veldi Ottómana hnignaði reyndist auðveldara að stunda fornleifarannsóknir í Palestínu og meðal stórmenna sem það gerðu var W.F. Albright við upphaf 20. aldarinnar. Gengu menn þar til verks með biblíuna í annarri hendinni en múrskeiðina í hinni. Eftir stofnun Ísraelsríkis tóku við menn á borð við Yigael Yadin við rannsóknum. Markmið Yadins og annarra var einnig að staðfesta sagnfræði Biblíunnar en nú í þeim tilgangi að rökstyðja yfirráð gyðinga í Palestínu. Leitið og þér munuð finna er sagt og víst er að sannanir á biblíusögum reyndust á hverju strái. Jeríkó og aðrar borgir sýndu augljós merki um innrás Jósúa, en í Megiddo og Hazor fundu menn ummerki um stórveldi Davíðs og Salómons. Hver uppgröfturinn á fætur öðrum staðfesti sagnfræði Gamla testamentisins. Eftir því sem mönnum varð kunnugt um þessar rannsóknir á seinni hluta 20. aldarinnar færðist klerkum kapp í kinn og sú bylgja strangtrúnaðar sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna þrjá áratugi eða svo er ein afleiðing þess að nú þóttust menn hafa sannað Biblíuna, alla vega fyrri hluta og þann sem skiptir máli fyrir rísandi stórveldi. Spennandi tímar Eftir sex daga stríðið 1967 opnaðist ísraelskum fornleifafræðingum fyrst aðgangur að hinum fornu svæðum Ísraels og Júdeu eins og þeim er lýst í Biblíunni en þau eru á því svæði sem kallast Vesturbakkinn. Nýjum aðferðum var beitt og trú á sagnfræði Biblíunnar var ekki lengur talin forsenda. Þeir Finkelstein og Silberman hafa tekið saman rannsóknarniðurstöður síðustu áratugi í tveimur bókum frá 2001 og 2006. Í stuttu máli er búið að kollvarpa flestu því sem á undan var gengið. Nánast engin ummerki finnast um neitt af því sem segir frá í Biblíunni fyrr en komið er fram á 9. öld f.o.t. Enginn Ísraelslýður í Sínai, engin innrás Jósúa, ekkert stórveldi Davíðs og Salómons. Gríðarleg gróska er á þessu sviði og merkar nýjungar sífellt að koma fram en það er sérstakt til þess að hugsa að ófriður sá, sem nú stendur yfir í Palestínu skuli hindra rannsóknir á trúverðugleika þeirra bókar er ófriðnum olli til að byrja með. Heimildaskrá þessarar greinar má finna á blogg.visir.is/binntho. Höfundur er verkamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Kristni er í huga flestra háð því að ákveðnir atburðir hafi í raun og veru átt sér stað, að þeir séu sagnfræðilegar staðreyndir. Fræðimenn hafa átt það til að komast að öðrum niðurstöðum og veikja þar með grundvöllinn að kennivaldi kirkjunnar og jafnvel hefur verið litið á vísindi og trú sem andstæður. Sú afstaða hefst að mestu með upplýsingastefnunni. Kenningar kirkjunnar taka margar að láta á sjá og ákveðin andkristni verður vinsæl meðal menntamanna. Í lok 18. aldar er sagnfræðingurinn mikli Edward Gibbon ekki í vafa um að kristni var ein af helstu orsökunum fyrir hnignun og falli Rómvarveldis og gerir óspart grín að galdrakukli frumkristinna. Á sama tíma birtast fyrstu efasemdarit þýskra guðfræðinga sem rannsakað höfðu texta biblíunnar með gagnrýnu hugarfari. Á nítjándu öld kollvörpuðu náttúruvísindin endanlega hinni kristnu heimsmynd og rannsóknir guðfræðinga og sagnfræðinga á biblíutextum sýndi hversu óáreiðanlegir þeir voru. Nýguðfræðin til bjargar Kristnin stóð orðið verulega höllum fæti og brugðust guðfræðingar við því með nýrri og fjálslyndari guðfræði. Jón Helgason var biskup 1916 til 1938 og taldist til nýguðfræðinga. Ekki voru allir sáttir við þessa nýju stefnu, enda sagði séra Árna aðspurður að enn væri biskupinn “allt of ern”. Samkvæmt nýguðfræðinni er ekki gert ráð fyrir að neitt í Biblíunni sé bókstaflega rétt heldur beri að túlka allt sem þar stendur og túlki þá hver fyrir sig. Ekki fær kirkjan mikið hlutverk þarna og jafnframt virðist stutt í trúleysi enda litu margir svo á. Jón Helgason gekk til náms í Kaupmannahöfn og þar er enn að finna mjög svo frjálslynda róttæka guðfræðinga. Ekki fer miklum sögum af þeim hér á landi. Fornleifarnar bjarga Eftir því sem veldi Ottómana hnignaði reyndist auðveldara að stunda fornleifarannsóknir í Palestínu og meðal stórmenna sem það gerðu var W.F. Albright við upphaf 20. aldarinnar. Gengu menn þar til verks með biblíuna í annarri hendinni en múrskeiðina í hinni. Eftir stofnun Ísraelsríkis tóku við menn á borð við Yigael Yadin við rannsóknum. Markmið Yadins og annarra var einnig að staðfesta sagnfræði Biblíunnar en nú í þeim tilgangi að rökstyðja yfirráð gyðinga í Palestínu. Leitið og þér munuð finna er sagt og víst er að sannanir á biblíusögum reyndust á hverju strái. Jeríkó og aðrar borgir sýndu augljós merki um innrás Jósúa, en í Megiddo og Hazor fundu menn ummerki um stórveldi Davíðs og Salómons. Hver uppgröfturinn á fætur öðrum staðfesti sagnfræði Gamla testamentisins. Eftir því sem mönnum varð kunnugt um þessar rannsóknir á seinni hluta 20. aldarinnar færðist klerkum kapp í kinn og sú bylgja strangtrúnaðar sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna þrjá áratugi eða svo er ein afleiðing þess að nú þóttust menn hafa sannað Biblíuna, alla vega fyrri hluta og þann sem skiptir máli fyrir rísandi stórveldi. Spennandi tímar Eftir sex daga stríðið 1967 opnaðist ísraelskum fornleifafræðingum fyrst aðgangur að hinum fornu svæðum Ísraels og Júdeu eins og þeim er lýst í Biblíunni en þau eru á því svæði sem kallast Vesturbakkinn. Nýjum aðferðum var beitt og trú á sagnfræði Biblíunnar var ekki lengur talin forsenda. Þeir Finkelstein og Silberman hafa tekið saman rannsóknarniðurstöður síðustu áratugi í tveimur bókum frá 2001 og 2006. Í stuttu máli er búið að kollvarpa flestu því sem á undan var gengið. Nánast engin ummerki finnast um neitt af því sem segir frá í Biblíunni fyrr en komið er fram á 9. öld f.o.t. Enginn Ísraelslýður í Sínai, engin innrás Jósúa, ekkert stórveldi Davíðs og Salómons. Gríðarleg gróska er á þessu sviði og merkar nýjungar sífellt að koma fram en það er sérstakt til þess að hugsa að ófriður sá, sem nú stendur yfir í Palestínu skuli hindra rannsóknir á trúverðugleika þeirra bókar er ófriðnum olli til að byrja með. Heimildaskrá þessarar greinar má finna á blogg.visir.is/binntho. Höfundur er verkamaður.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun