Skorast ekki undan friðargæslu í Súdan Guðjón Helgason skrifar 24. ágúst 2007 19:00 Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Uppreisnarmenn svartra Afríkubúa hafa barist við vígasveitir Araba í Darfúr-héraði síðan 2003. Síðarnefndi hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í Khartoum, höfuðborg Súdans. Ráðamenn þar eru sagðir horfa framhjá eða styðja voðaverk vígasveitanna sem sögð eru stríðsglæpir. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó ekki viljað ganga svo langt að tala um þjóðarmorð. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum í héraðinu síðan 2003 og tvær milljónir manna vergangi. Þessu neita ráðamenn í Súdan og segja um níu þúsund manns hafa fallið í átökum. Alþjóðsamfélagið hefur hægt og sígandi átta sig á umfangi málsins. Ástandið var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Åbo í Finnlandi í síðustu viku. Þar tilkynntu ráðherrar Svíþjóðar og Noregs að ríkin tvö ætluðu að senda herlið á átakasvæðin til að ganga á milli fylkinganna. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir Íslendinga ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr. Hlutverk íslensku friðargæslunnar sé þó ekki skilgreint þanngi að liðsmenn gangi milli fylkinga - enda íslenskir friðargæsluliðar ekki hermenn. Íslendingar geti hins vegar tekið þátt í friðaruppbyggingu á seinni stigum. Ekki verði skorast undan þeirri ábyrgð þegar og ef hernaðarátökum lýkur. Alls óvíst er hvenær hægt verður að binda enda á átök í héraðinu. Mannréttindasatmökin Amnesty International segjast hafa ljósmyndir sem sýni að stjórnvöld í Súdan sendi bandamönnum sínum í Darfúr vopn þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna á flutning vopna þangað. Sendiherra Súdana í Lundúnum neitar því, segir myndirnar grunsamlegar og ætlað að villa um fyrir alþjóðasamfélaginu. Í morgun var svo æðsti sendifulltrúi Kanadamanna í landinu sendur heim og einnig sendifulltrúi Evrópusambandsins vegna afskipta af málefnum ríkisins eins og það var orðað. Erlent Fréttir Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Uppreisnarmenn svartra Afríkubúa hafa barist við vígasveitir Araba í Darfúr-héraði síðan 2003. Síðarnefndi hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í Khartoum, höfuðborg Súdans. Ráðamenn þar eru sagðir horfa framhjá eða styðja voðaverk vígasveitanna sem sögð eru stríðsglæpir. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó ekki viljað ganga svo langt að tala um þjóðarmorð. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum í héraðinu síðan 2003 og tvær milljónir manna vergangi. Þessu neita ráðamenn í Súdan og segja um níu þúsund manns hafa fallið í átökum. Alþjóðsamfélagið hefur hægt og sígandi átta sig á umfangi málsins. Ástandið var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Åbo í Finnlandi í síðustu viku. Þar tilkynntu ráðherrar Svíþjóðar og Noregs að ríkin tvö ætluðu að senda herlið á átakasvæðin til að ganga á milli fylkinganna. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir Íslendinga ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr. Hlutverk íslensku friðargæslunnar sé þó ekki skilgreint þanngi að liðsmenn gangi milli fylkinga - enda íslenskir friðargæsluliðar ekki hermenn. Íslendingar geti hins vegar tekið þátt í friðaruppbyggingu á seinni stigum. Ekki verði skorast undan þeirri ábyrgð þegar og ef hernaðarátökum lýkur. Alls óvíst er hvenær hægt verður að binda enda á átök í héraðinu. Mannréttindasatmökin Amnesty International segjast hafa ljósmyndir sem sýni að stjórnvöld í Súdan sendi bandamönnum sínum í Darfúr vopn þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna á flutning vopna þangað. Sendiherra Súdana í Lundúnum neitar því, segir myndirnar grunsamlegar og ætlað að villa um fyrir alþjóðasamfélaginu. Í morgun var svo æðsti sendifulltrúi Kanadamanna í landinu sendur heim og einnig sendifulltrúi Evrópusambandsins vegna afskipta af málefnum ríkisins eins og það var orðað.
Erlent Fréttir Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira