Fjórir menn ákveða laun formanns KSÍ en aðeins sex vita upphæðina 11. janúar 2007 11:30 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og formannsefni KSÍ, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, eru valdamestu mennirnir í íslenska boltanum. fréttablaðið/e.ól Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ segir Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, og meðlimur í framkvæmdastjórn KSÍ síðustu átta ár. Laun formannsins eru ákveðin þannig að Eggert Steingrímsson leggur til ákveðna tölu á fundi sem hinir aðilarnir í framkvæmdastjórn KSÍ, að Eggerti Magnússyni undanskildum, verða að samþykkja. Í framkvæmdastjórn KSÍ sitja Eggert Magnússon, sem er formaður, Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Jón Gunnlaugsson og Lúðvík S. Georgsson. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er eini aðilinn fyrir utan þessa fimm sem veit hver laun formanns KSÍ eru að því er Eggert Steingrímsson segir. Stjórn KSÍ veit ekki hver laun formannsins eru, ekki frekar en félögin í landinu. Sú nefnd sem heldur utan um öll fjármál Knattspyrnusambandsins og hefur eftirlit með þeim, að því er Geir Þorsteinsson staðfesti í gær, heitir síðan fjárreiðunefnd. Athygli vekur að tveir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar sitja í þeirri nefnd. Formaður fjárreiðunefndar er Eggert Magnússon og með honum sitja Eggert Steingrímsson, Geir Þorsteinsson og Pálmi Jónsson. Með öðrum orðum þá vita aðeins sjö manns hvernig fjármálum sambandsins er nákvæmlega háttað og þessir sömu aðilar virðast einnig hafa eftirlit með fjármálum knattspyrnusambandsins. „Það var ákveðið á ársþingi fyrir um tólf árum að greiða formanni laun og síðan var líka bifreiðakostnaður inn í því. Þá var sett tala inn í fjárhagsáætlun sem hefur tekið eðlilegum breytingum.“ sagði Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn sambandsins, við Fréttablaðið í gær en hver er það sem ákveður launin á endanum?Ársskýrslur KSÍ kynntar„Laun formanns eru ákveðin samkvæmt tillögu gjaldkera og þá er mið tekið af launaþróuninni í landinu. Framkvæmdastjórnin tekur síðan ákvörðun og það er framkvæmdastjórnin sem veit hver þessi laun eru sem og framkvæmdastjóri KSÍ.“ Sú breyting hefur orðið á að ekki er lengur getið um laun formanns í ársreikningi KSÍ og launin eru heldur ekki inn í fjárhags-áætlun. „Eru laun ekki trúnaðarmál?“ sagði Eggert en getur framkvæmdastjórn KSÍ þar með sett formann KSÍ á nákvæmlega þau laun sem þeim sýnist án vitundar félaganna? „Ég lít nú þannig á að ég sé ábyrgari í mínum aðgerðum en það. Við gætum það en þá þyrftu fimm eða sex manns að vera mjög óheiðarlegir. Ég legg það ekki í vana minn og ég veit að félagar mínir eru það ekki heldur. Okkur er treyst fyrir þessu.“ Eggert Steingrímsson hefur setið í framkvæmdastjórninni í átta ár en litlar breytingar hafa orðið á stjórninni í gegnum tíðina að því er Eggert segir. Hann staðfesti enn fremur að framkvæmdastjórnin ákveddi einnig laun framkvæmdastjóra sambandsins sem í þessu tilviki er Geir Þorsteinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ segir Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, og meðlimur í framkvæmdastjórn KSÍ síðustu átta ár. Laun formannsins eru ákveðin þannig að Eggert Steingrímsson leggur til ákveðna tölu á fundi sem hinir aðilarnir í framkvæmdastjórn KSÍ, að Eggerti Magnússyni undanskildum, verða að samþykkja. Í framkvæmdastjórn KSÍ sitja Eggert Magnússon, sem er formaður, Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Jón Gunnlaugsson og Lúðvík S. Georgsson. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er eini aðilinn fyrir utan þessa fimm sem veit hver laun formanns KSÍ eru að því er Eggert Steingrímsson segir. Stjórn KSÍ veit ekki hver laun formannsins eru, ekki frekar en félögin í landinu. Sú nefnd sem heldur utan um öll fjármál Knattspyrnusambandsins og hefur eftirlit með þeim, að því er Geir Þorsteinsson staðfesti í gær, heitir síðan fjárreiðunefnd. Athygli vekur að tveir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar sitja í þeirri nefnd. Formaður fjárreiðunefndar er Eggert Magnússon og með honum sitja Eggert Steingrímsson, Geir Þorsteinsson og Pálmi Jónsson. Með öðrum orðum þá vita aðeins sjö manns hvernig fjármálum sambandsins er nákvæmlega háttað og þessir sömu aðilar virðast einnig hafa eftirlit með fjármálum knattspyrnusambandsins. „Það var ákveðið á ársþingi fyrir um tólf árum að greiða formanni laun og síðan var líka bifreiðakostnaður inn í því. Þá var sett tala inn í fjárhagsáætlun sem hefur tekið eðlilegum breytingum.“ sagði Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn sambandsins, við Fréttablaðið í gær en hver er það sem ákveður launin á endanum?Ársskýrslur KSÍ kynntar„Laun formanns eru ákveðin samkvæmt tillögu gjaldkera og þá er mið tekið af launaþróuninni í landinu. Framkvæmdastjórnin tekur síðan ákvörðun og það er framkvæmdastjórnin sem veit hver þessi laun eru sem og framkvæmdastjóri KSÍ.“ Sú breyting hefur orðið á að ekki er lengur getið um laun formanns í ársreikningi KSÍ og launin eru heldur ekki inn í fjárhags-áætlun. „Eru laun ekki trúnaðarmál?“ sagði Eggert en getur framkvæmdastjórn KSÍ þar með sett formann KSÍ á nákvæmlega þau laun sem þeim sýnist án vitundar félaganna? „Ég lít nú þannig á að ég sé ábyrgari í mínum aðgerðum en það. Við gætum það en þá þyrftu fimm eða sex manns að vera mjög óheiðarlegir. Ég legg það ekki í vana minn og ég veit að félagar mínir eru það ekki heldur. Okkur er treyst fyrir þessu.“ Eggert Steingrímsson hefur setið í framkvæmdastjórninni í átta ár en litlar breytingar hafa orðið á stjórninni í gegnum tíðina að því er Eggert segir. Hann staðfesti enn fremur að framkvæmdastjórnin ákveddi einnig laun framkvæmdastjóra sambandsins sem í þessu tilviki er Geir Þorsteinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira