Innlent

Er miður sín yfir að hafa misst snákinn sinn

Kristófer Leifsson, eigandi snáksins sem lögreglan á Egilsstöðum gerði upptækan um helginA, segir að hann sé miður sín yfir að hafa misst þetta gæludýr sitt.

„Það er ekki hægt að hugsa sér þægilegri og vænni dýr til að hafa sem gæludýr. Og hann er algerlega hættulaus," segir Kristófer í samtali við Vísi. „Ég var búinn að eiga þennan snák í ein tvö ár þegar lögreglan kom og tók hann."

Að sögn Kristófers hefur einhver í húsinu sem hann býr í á Egilsstöðum kvartað undan snáknum og því fór sem fór. Kristófer flutti til Egilsstaða úr borginni í sumar en hann vinnur nú hjá Alcoa.

Það er ólöglegt að flytja inn snáka til Íslands og Kristófer gerir sér fyllilega grein fyrir því. Snákinn eignaðist hann á sínum tíma í gegnum netið. „Og það má taka það fram í þessu sambandi að þótt snákaeign sé ólögleg á Íslandi er hún leyfð á öllum hinum Norðurlöndunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×