Fjórtán leikmenn í NBA þéna yfir milljarð á ári 19. nóvember 2007 12:44 Kevin Garnett og Michael Finley eru launahæstu leikmenn NBA deildarinnar NordicPhotos/GettyImages Bestu leikmennirnir í NBA deildinni í körfubolta eru ekki á neinum sultarlaunum. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 tekjuhæstu leikmenn í NBA í ár, en þessar tölur eru aðeins byggðar á launum þeirra frá félögum sínum. Helstu stjörnur NBA deildarinnar eru flestar með risastóra auglýsingasamninga sem færa mörgum þeirra jafnvel svipaðar eða meiri tekjur en þeir hafa í laun hjá félögum sínum. Það er Kevin Garnett hjá Boston Celtics sem er með hæstu launin í NBA í vetur, hátt í einn og hálfan milljarð. Meðallaun leikmanna í NBA deildinni eru í kring um 250 milljónir króna á ári um þessar mundir og heildartekjur og fríðindi allra leikmanna í deildinni eru komin ansi nálægt tveimur milljörðum dollara - eða 120 milljörðum króna. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 launahæstu leikmenn í NBA deildinni í milljónum króna. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hverjir þeirra eru að vinna fyrir kaupinu sínu og hverjir ekki. Þarna má sjá að Boston er að greiða ansi væna summu í laun til þríeykisins Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, en þeir eru á meðal 17 launahæstu manna í deildinni. Þessar launagreiðslur falla þó eflaust ljúfar úr hendi Boston manna á miðað við það sem forráðamenn New York eru að punga út fyrir tvo af sínum leikmönnum. Stephon Marbury hjá New York hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir leik sinn og vandræði utan vallar það sem af er tímabili í vetur en félagið er samt að greiða honum og fyrrum félaga hans Steve Francis (sem nú er varaskeifa hjá Houston og fær ekkert að spila) rúmlega 2,1 milljarð króna í vetur. Þeir Marbury og Francis hirða rúman 2,1 milljarð úr vösum eigenda Knicks í vetur og sá síðarnefndi spilar ekki einu sinni með liðinu eftir að hafa verið keyptur út úr samningi sínum. Hann er enn á fullum launum hjá félaginu.NordicPhotos/GettyImages 25 Launahæstu leikmenn NBA deildarinnar: # Leikmaður, Félag, Laun (í milljónum króna) 1. Kevin Garnett - Boston 1454 2. Michael Finley* - San Antonio 1254 3. Shaquille O'Neal - Miami Heat 1225 4. Jermaine O'Neal - Indiana 1208 4. Jason Kidd - New Jersey 1208 6. Kobe Bryant Los Angeles 1194 7. Tim Duncan - San Antonio 1165 7. Allen Iverson - Denver 1165 7. Stephon Marbury - New York 1165 10. Tracy McGrady - Houston 1118 11. Chris Webber+ - Samningslaus 1104 12. Baron Davis - Golden State 1007 12. Shawn Marion - Phoenix 1007 14. Dirk Nowitzki - Dallas 1003 14. Paul Pierce - Boston Celtics 1003 14. Antawn Jamison - Washington 1003 17. Ray Allen - Boston 980 18. Steve Francis* - Houston 964 19. Ben Wallace - Chicago 950 20. Elton Brand - LA Clippers 940 21. Rashard Lewis - Orlando Magic 912 22. Michael Redd - Milwaukee 890 23. Amare Stoudemire - Phoenix 843 23. Yao Ming - Houston 843 25. Andrei Kirilenko - Utah 841 25. Pau Gasol - Memphis 841 * Laun leikmanna frá félögum sem þeir léku með áður (Finley frá Dallas, Francis frá New York) + Philadelphia greiðir laun Webber NBA Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Sjá meira
Bestu leikmennirnir í NBA deildinni í körfubolta eru ekki á neinum sultarlaunum. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 tekjuhæstu leikmenn í NBA í ár, en þessar tölur eru aðeins byggðar á launum þeirra frá félögum sínum. Helstu stjörnur NBA deildarinnar eru flestar með risastóra auglýsingasamninga sem færa mörgum þeirra jafnvel svipaðar eða meiri tekjur en þeir hafa í laun hjá félögum sínum. Það er Kevin Garnett hjá Boston Celtics sem er með hæstu launin í NBA í vetur, hátt í einn og hálfan milljarð. Meðallaun leikmanna í NBA deildinni eru í kring um 250 milljónir króna á ári um þessar mundir og heildartekjur og fríðindi allra leikmanna í deildinni eru komin ansi nálægt tveimur milljörðum dollara - eða 120 milljörðum króna. Hér fyrir neðan er listi yfir 25 launahæstu leikmenn í NBA deildinni í milljónum króna. Vissulega eru skiptar skoðanir um það hverjir þeirra eru að vinna fyrir kaupinu sínu og hverjir ekki. Þarna má sjá að Boston er að greiða ansi væna summu í laun til þríeykisins Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen, en þeir eru á meðal 17 launahæstu manna í deildinni. Þessar launagreiðslur falla þó eflaust ljúfar úr hendi Boston manna á miðað við það sem forráðamenn New York eru að punga út fyrir tvo af sínum leikmönnum. Stephon Marbury hjá New York hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir leik sinn og vandræði utan vallar það sem af er tímabili í vetur en félagið er samt að greiða honum og fyrrum félaga hans Steve Francis (sem nú er varaskeifa hjá Houston og fær ekkert að spila) rúmlega 2,1 milljarð króna í vetur. Þeir Marbury og Francis hirða rúman 2,1 milljarð úr vösum eigenda Knicks í vetur og sá síðarnefndi spilar ekki einu sinni með liðinu eftir að hafa verið keyptur út úr samningi sínum. Hann er enn á fullum launum hjá félaginu.NordicPhotos/GettyImages 25 Launahæstu leikmenn NBA deildarinnar: # Leikmaður, Félag, Laun (í milljónum króna) 1. Kevin Garnett - Boston 1454 2. Michael Finley* - San Antonio 1254 3. Shaquille O'Neal - Miami Heat 1225 4. Jermaine O'Neal - Indiana 1208 4. Jason Kidd - New Jersey 1208 6. Kobe Bryant Los Angeles 1194 7. Tim Duncan - San Antonio 1165 7. Allen Iverson - Denver 1165 7. Stephon Marbury - New York 1165 10. Tracy McGrady - Houston 1118 11. Chris Webber+ - Samningslaus 1104 12. Baron Davis - Golden State 1007 12. Shawn Marion - Phoenix 1007 14. Dirk Nowitzki - Dallas 1003 14. Paul Pierce - Boston Celtics 1003 14. Antawn Jamison - Washington 1003 17. Ray Allen - Boston 980 18. Steve Francis* - Houston 964 19. Ben Wallace - Chicago 950 20. Elton Brand - LA Clippers 940 21. Rashard Lewis - Orlando Magic 912 22. Michael Redd - Milwaukee 890 23. Amare Stoudemire - Phoenix 843 23. Yao Ming - Houston 843 25. Andrei Kirilenko - Utah 841 25. Pau Gasol - Memphis 841 * Laun leikmanna frá félögum sem þeir léku með áður (Finley frá Dallas, Francis frá New York) + Philadelphia greiðir laun Webber
NBA Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Sjá meira