YouTube gegn einelti Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 19. nóvember 2007 13:05 Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna. Vaxandi áhyggjur eru af auknu einelti í tölvupóstum, sms-skilaboðum og á samfélögum á netinu eins og MySpace og Facebook. Síðan var opnuð á fyrsta degi breskrar viku gegn einelti. Hún verður rekin í samvinnu við Beatbullying góðgerðarsamtökin. Emma-Jane Cross framkvæmdastjóri Beatbullying segist vera viss um að síðan muni breyta lífi fólks. „Það er svo auðvelt að verða fyrir einelti á netinu og það er auðveldara að gera eitthvað þar en fyrir framan manneskjuna." Hún bætir við að ef einhver verði fyrir einelti verði að segja frá því til að eitthvað sé hægt að gera í málinu. Patrick Walker forstjóri myndbrotasamnýtingar fyrirtækisins í Evrópu segist vera afar ánægður með að aðstoða Beatbullying YouTube síðuna. Hann vonast til að hún verði hjálp fyrir margt ungt fólk, fjölskyldur og kennara. Fjöldi þekktra aðila tekur þátt í myndbrotum á síðunni með skilaboðum gegn einelti. Ronan Keating úr Boyzone segir sem dæmi: „Ef þú myndir ekki segja það beint við einhvern, ekki setja það á netið." Stúlknasveitin Girls Aloud segir: „Þegar fólk er óvænt slegið í gríni er það kannski fyndið, þangað til það er einhver í fjölskyldunni þinni sem situr í rólegheitum á bekk sem verður fyrir því." Leikkonan Kym Ryder og Beth Ditto úr Gossip koma einnig fram á síðunni með ungu fólki úr verkefnum Beatbullying. Þau munu gefa ráð og sýna hvernig verkefni gegn einelti á vegum bresku stjórnarinnar geta yfirbugað gerandann. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar verða eldri nemendur þjálfaðir til að skerast í leikinn, leysa upp átök og hjálpa þannig fórnarlömbum. Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna. Vaxandi áhyggjur eru af auknu einelti í tölvupóstum, sms-skilaboðum og á samfélögum á netinu eins og MySpace og Facebook. Síðan var opnuð á fyrsta degi breskrar viku gegn einelti. Hún verður rekin í samvinnu við Beatbullying góðgerðarsamtökin. Emma-Jane Cross framkvæmdastjóri Beatbullying segist vera viss um að síðan muni breyta lífi fólks. „Það er svo auðvelt að verða fyrir einelti á netinu og það er auðveldara að gera eitthvað þar en fyrir framan manneskjuna." Hún bætir við að ef einhver verði fyrir einelti verði að segja frá því til að eitthvað sé hægt að gera í málinu. Patrick Walker forstjóri myndbrotasamnýtingar fyrirtækisins í Evrópu segist vera afar ánægður með að aðstoða Beatbullying YouTube síðuna. Hann vonast til að hún verði hjálp fyrir margt ungt fólk, fjölskyldur og kennara. Fjöldi þekktra aðila tekur þátt í myndbrotum á síðunni með skilaboðum gegn einelti. Ronan Keating úr Boyzone segir sem dæmi: „Ef þú myndir ekki segja það beint við einhvern, ekki setja það á netið." Stúlknasveitin Girls Aloud segir: „Þegar fólk er óvænt slegið í gríni er það kannski fyndið, þangað til það er einhver í fjölskyldunni þinni sem situr í rólegheitum á bekk sem verður fyrir því." Leikkonan Kym Ryder og Beth Ditto úr Gossip koma einnig fram á síðunni með ungu fólki úr verkefnum Beatbullying. Þau munu gefa ráð og sýna hvernig verkefni gegn einelti á vegum bresku stjórnarinnar geta yfirbugað gerandann. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar verða eldri nemendur þjálfaðir til að skerast í leikinn, leysa upp átök og hjálpa þannig fórnarlömbum.
Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira