Lífið

Kylie veik

Ástralska söngkonan þurfti að fresta tvennum tónleikum vegna veikinda.
Ástralska söngkonan þurfti að fresta tvennum tónleikum vegna veikinda.

Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur hætt við að koma fram á tvennum tónleikum vegna veikinda. Kylie er um þessar mundir á tónleikaferð um Bretland sem ber heitið Showgirl Homecoming Tour.

Hún þurfti að hætta tónleikum sínum í Manchester um síðustu helgi eftir klukkutíma dagskrá vegna kvefs. Tónleikum sem hún ætlaði að halda í gærkvöld og í kvöld hefur einnig verið frestað.

Kylie er á sinni fyrstu tónleikaferð eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.