Vildi helst vera á tveimur stöðum í einu 16. janúar 2007 11:15 Það er nóg um að vera í lífi Ragnars Óskarssonar um þessar mundir. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana. Hann og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í upphafi febrúar og því hætt við því að hann missi af fæðingunni ef gengi íslenska liðsins verði gott í Þýskalandi. „Barnið á að koma í heiminn 10. febrúar og get ég bara krosslagt fingur og vonað að hún muni ekki eiga fyrr en eftir mótið. Það er í raun ekki flóknara en það,“ sagði Ragnar. Kona hans er frönsk en þau eru búsett í París. Þau hafa fengið að vita að það sé von á stúlku og segir Ragnar að hann hlakki mikið til að takast á við föðurhlutverkið. „Þetta er mjög spennandi. Ég get nú ekki sagt að allt heimilið sé orðið undirlagt bleikum barnafötum en ömmurnar eru eitthvað byrjaðar að prjóna.“ Aðspurður segir hann ætla að bíða með að setja handbolta í hendur stúlkunnar. „Ég ætla að gefa henni tækifæri til þess að ákveða sig sjálf hvað hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði hann í léttum dúr. Ragnar játar því að það sé erfitt að vera fjarverandi á tíma sem þessum. „Jú, vissulega. Ég vildi helst vera á tveimur stöðum í einu en það er víst ekki hægt. Ég neita því ekki að það getur verið erfitt að einbeita sér þessa dagana.“ Ragnar og fjölskylda hans mun svo flytja til suðurhluta Frakklands en hann samdi við Nimes nú um áramótin til þriggja ára. „Það verður spennandi að búa í þessum hluta Frakklands. Ég hef prófað að búa í norðurhluta Frakklands í nokkur ár og nú París. Það er gott að geta nýtt handboltann til að spila í sterkri deild og upplifa nýja og spennandi hluti.“ Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana. Hann og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í upphafi febrúar og því hætt við því að hann missi af fæðingunni ef gengi íslenska liðsins verði gott í Þýskalandi. „Barnið á að koma í heiminn 10. febrúar og get ég bara krosslagt fingur og vonað að hún muni ekki eiga fyrr en eftir mótið. Það er í raun ekki flóknara en það,“ sagði Ragnar. Kona hans er frönsk en þau eru búsett í París. Þau hafa fengið að vita að það sé von á stúlku og segir Ragnar að hann hlakki mikið til að takast á við föðurhlutverkið. „Þetta er mjög spennandi. Ég get nú ekki sagt að allt heimilið sé orðið undirlagt bleikum barnafötum en ömmurnar eru eitthvað byrjaðar að prjóna.“ Aðspurður segir hann ætla að bíða með að setja handbolta í hendur stúlkunnar. „Ég ætla að gefa henni tækifæri til þess að ákveða sig sjálf hvað hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði hann í léttum dúr. Ragnar játar því að það sé erfitt að vera fjarverandi á tíma sem þessum. „Jú, vissulega. Ég vildi helst vera á tveimur stöðum í einu en það er víst ekki hægt. Ég neita því ekki að það getur verið erfitt að einbeita sér þessa dagana.“ Ragnar og fjölskylda hans mun svo flytja til suðurhluta Frakklands en hann samdi við Nimes nú um áramótin til þriggja ára. „Það verður spennandi að búa í þessum hluta Frakklands. Ég hef prófað að búa í norðurhluta Frakklands í nokkur ár og nú París. Það er gott að geta nýtt handboltann til að spila í sterkri deild og upplifa nýja og spennandi hluti.“
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira