„Við munum leita réttar okkar“ 19. nóvember 2007 23:10 Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, ætlar að berjast fyrir því að lögbanninu á síðu hans verði aflétt. Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is segist ekki ætla að una lögbanninu sem sett var á starfssemi skráadeilingarsíðunnar í dag. „Við munum leita réttar okkar," segir Svavar í samtali við Vísi. Það voru SMÁÍS og fleiri höfundarréttarsamtök sem fóru fram á lögbannið og verða þau að höfða staðfestingarmál fyrir dómi innan viku. Rétthafasamtökin þurftu að leggja fram eina milljón króna í tryggingu fyrir lögbannsbeiðninni. „Við munum berjast fyrir því að lögbanninu verði aflétt," segir Svavar. Rétthafasamtökin segjast álíta að Svavar hafi gerst sekur um stórfeld hlutdeildarbrot með dreifingu á efni, sem varið er með höfundarrétti, á síðunni torrent.is. Svavar segist ósammála þessu. „Við erum einfaldlega að veita aðstöðu til skráarskipta og lítum svo á að allir notendur hafi tilskilin leyfi til að deila inn á vefinn þar til annað kemur í ljós." Hann segir að komi í ljós að efni hafi verið sett inn á vefinn í óþökk rétthafa þá hafi efnið verið fjarlægt. Svavar segir rangt að hann hafi verið handtekinn í dag. „Ég var ekki handtekinn, eins og Smáís hélt fram. „Ég hefði átt kost á því að afgreiða málið fyrir framan dyrnar hjá mér en það var kalt í veðri svo við ákváðum að ljúka þessu á skrifstofu sýslumanns. Það var engin húsleit gerð á heimili mínu eða annað slíkt," segir Svavar. Svavar segir að trygging sú sem rétthafasamtökin þurftu að leggja fram hafi verið of lág að sínu mati, en henni er ætlað að standa fyrir því tapi sem Svavar verður fyrir á meðan málið er til rannsakar, verði hann sýknaður að lokum. „Okkur fannst tryggingin heldur lág þannig að við fórum fram á hækkun án þess að ég ætli að tilgreina þá upphæð." Svavar segist hafa fengið tekjur af síðunni meðal annars með því að bjóða notendum að greiða fyrir betri kjör á síðunni. „Svo stóð til að selja auglýsingar á síðunni en af því hefur ekki orðið enn sem komið er." Torrent.is hefur notið mikilla vinsælda síðustu misserin og að sögn Svavars voru rúmlega 26 þúsund notendur með virkan aðgang þegar síðunni var lokað í dag. „Ég er vonvikinn út í þá sýslumann fyrir að taka þessa ákvörðun í dag. Við teljum samtökin ekki vera í rétti í þessu máli og þeir hafa heldur ekki sýnt fram á að neitt tap vegna torrent. Þeir hafa komið með einhverjar tölur máli sínu til staðfestingar en þær eru ekki sannaðar. Ég er því ágætlega bjartsýnn á að við fáum þessu banni hnekkt," segir Svavar sem undanfarið hefur haft fulla atvinnu af því að halda síðunni úti, umfangið og auknar vinsældir vefjarins hafi gert það að verkum. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is segist ekki ætla að una lögbanninu sem sett var á starfssemi skráadeilingarsíðunnar í dag. „Við munum leita réttar okkar," segir Svavar í samtali við Vísi. Það voru SMÁÍS og fleiri höfundarréttarsamtök sem fóru fram á lögbannið og verða þau að höfða staðfestingarmál fyrir dómi innan viku. Rétthafasamtökin þurftu að leggja fram eina milljón króna í tryggingu fyrir lögbannsbeiðninni. „Við munum berjast fyrir því að lögbanninu verði aflétt," segir Svavar. Rétthafasamtökin segjast álíta að Svavar hafi gerst sekur um stórfeld hlutdeildarbrot með dreifingu á efni, sem varið er með höfundarrétti, á síðunni torrent.is. Svavar segist ósammála þessu. „Við erum einfaldlega að veita aðstöðu til skráarskipta og lítum svo á að allir notendur hafi tilskilin leyfi til að deila inn á vefinn þar til annað kemur í ljós." Hann segir að komi í ljós að efni hafi verið sett inn á vefinn í óþökk rétthafa þá hafi efnið verið fjarlægt. Svavar segir rangt að hann hafi verið handtekinn í dag. „Ég var ekki handtekinn, eins og Smáís hélt fram. „Ég hefði átt kost á því að afgreiða málið fyrir framan dyrnar hjá mér en það var kalt í veðri svo við ákváðum að ljúka þessu á skrifstofu sýslumanns. Það var engin húsleit gerð á heimili mínu eða annað slíkt," segir Svavar. Svavar segir að trygging sú sem rétthafasamtökin þurftu að leggja fram hafi verið of lág að sínu mati, en henni er ætlað að standa fyrir því tapi sem Svavar verður fyrir á meðan málið er til rannsakar, verði hann sýknaður að lokum. „Okkur fannst tryggingin heldur lág þannig að við fórum fram á hækkun án þess að ég ætli að tilgreina þá upphæð." Svavar segist hafa fengið tekjur af síðunni meðal annars með því að bjóða notendum að greiða fyrir betri kjör á síðunni. „Svo stóð til að selja auglýsingar á síðunni en af því hefur ekki orðið enn sem komið er." Torrent.is hefur notið mikilla vinsælda síðustu misserin og að sögn Svavars voru rúmlega 26 þúsund notendur með virkan aðgang þegar síðunni var lokað í dag. „Ég er vonvikinn út í þá sýslumann fyrir að taka þessa ákvörðun í dag. Við teljum samtökin ekki vera í rétti í þessu máli og þeir hafa heldur ekki sýnt fram á að neitt tap vegna torrent. Þeir hafa komið með einhverjar tölur máli sínu til staðfestingar en þær eru ekki sannaðar. Ég er því ágætlega bjartsýnn á að við fáum þessu banni hnekkt," segir Svavar sem undanfarið hefur haft fulla atvinnu af því að halda síðunni úti, umfangið og auknar vinsældir vefjarins hafi gert það að verkum.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira