Stór og fjölbreytt 23. janúar 2007 07:45 Svali segir að Hlustendaverðlaunin verði stærri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957 verða haldin í sjöunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hátíðin verður jafnframt send út í heild sinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus. „Við höfum aldrei verið með hátíðina svona stóra og fjölbreytta,“ segir Svali hjá FM 957. „Íslensk popptónlist hefur þróast og breyst. Þetta er ekki bara hefðbundin sveitaballamúsík, þetta er orðið meira rokk og meira dans og melódískt rómanspopp. Ég held að þetta endurspegli hvað tónlistar-smekkur fólks er fjölbreyttur.“ Alls verða tíu verðlaun veitt, þar á meðal fyrir plötu ársins, hljómsveit ársins og fyrir tónleika ársins. Hljómsveitin Jeff Who?, sem er tilnefnd til sex verðlauna, mun koma fram ásamt m.a. Trabant, Nylon, Ampop, Togga, Sprengjuhöllinni, Á móti sól og Silvíu Nótt, sem mun frumflytja nýtt lag. Kynnir verður Auðunn Blöndal. Að sögn Svala hefur undirbúningurinn verið nokkuð frábrugðinn því sem verið hefur. „Við settum Saga film í framleiðsluna á þessu en við höfum oftast verið að vesenast í þessu sjálfir,“ segir hann. Bætir hann því við að kosningin hafi gengið mjög vel og um tuttugu þúsund atkvæði séu komin á bak við sigurvegarana. Í verðlaun verður síðan tveggja kílóa járnklumpur sem var sérsmíðaður fyrir keppnina. Hlustendaverðlaunin Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957 verða haldin í sjöunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hátíðin verður jafnframt send út í heild sinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus. „Við höfum aldrei verið með hátíðina svona stóra og fjölbreytta,“ segir Svali hjá FM 957. „Íslensk popptónlist hefur þróast og breyst. Þetta er ekki bara hefðbundin sveitaballamúsík, þetta er orðið meira rokk og meira dans og melódískt rómanspopp. Ég held að þetta endurspegli hvað tónlistar-smekkur fólks er fjölbreyttur.“ Alls verða tíu verðlaun veitt, þar á meðal fyrir plötu ársins, hljómsveit ársins og fyrir tónleika ársins. Hljómsveitin Jeff Who?, sem er tilnefnd til sex verðlauna, mun koma fram ásamt m.a. Trabant, Nylon, Ampop, Togga, Sprengjuhöllinni, Á móti sól og Silvíu Nótt, sem mun frumflytja nýtt lag. Kynnir verður Auðunn Blöndal. Að sögn Svala hefur undirbúningurinn verið nokkuð frábrugðinn því sem verið hefur. „Við settum Saga film í framleiðsluna á þessu en við höfum oftast verið að vesenast í þessu sjálfir,“ segir hann. Bætir hann því við að kosningin hafi gengið mjög vel og um tuttugu þúsund atkvæði séu komin á bak við sigurvegarana. Í verðlaun verður síðan tveggja kílóa járnklumpur sem var sérsmíðaður fyrir keppnina.
Hlustendaverðlaunin Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira