Söngvaskáld í Danaveldi 23. janúar 2007 07:30 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. MYND/Rósa Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. Fyrst spilar hann í Álaborg hinn 6. og daginn eftir heldur hann tvenna tónleika í Kaupmannahöfn. Fyrri tónleikarnir í Kaupmannahöfn verða í verslun 12 Tóna og þeir síðari í Loppen. Pétur er nýkominn frá Hollandi þar sem hann spilaði á tónlistarhátíðinni Eurosonic ásamt hljómsveit sinni. „Það gekk rosavel og var æðislega gaman,“ segir Pétur. „Það var mesta furða hvað það var vel tekið í þetta og það var líka gaman hvað það mættu margir því tónleikarnir voru snemma um kvöldið.“ Fimm stjörnur í DanmörkuFyrsta og eina plata Péturs Ben, Wine for My Weakness, hefur verið gefin út af 12 Tónum í Danmörku og fengið þar góða dóma. Fékk hún fimm stjörnur af sex mögulegum í Politiken og einnig fimm af sex í tónlistarblaðinu Soundvenue þar sem sagði m.a. „Dæmigert! Hæfileikaríkt og persónulegt söngvaskáld á íslenskri frumraun“. Að auki fékk platan fjórar stjörnur af sex í tónlistarblaðinu GAFFA. Platan, sem var ofarlega á listum íslenskra gagnrýnenda yfir bestu plötur síðasta árs, hefur verið tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistaverðlaununum sem verða afhent í lok janúar, auk þess sem Pétur er tilnefndur sem söngvari og nýliði ársins. Alveg í skýjunumPétur segist vera alveg í skýjunum yfir viðtökunum við plötunni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Ég hefði aldrei trúað því áður en platan kom út að hún fengi svona mikla athygli. Það hefur verið rosalega mikið fjallað um hana og það er ekki hægt að fara fram á meira.“ Ferðast um landiðPétur mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að fylgja plötunni eftir erlendis hyggur hann á tónleika á Akureyri í byrjun febrúar og ferðar í kringum landið með Lay Low og Rás 2 í mars. Einnig samdi hann tónlistina við kvikmyndina Foreldra sem var nýverið frumsýnd hér á landi.freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur sína fyrstu tónleika í Danmörku í byrjun febrúar. Fyrst spilar hann í Álaborg hinn 6. og daginn eftir heldur hann tvenna tónleika í Kaupmannahöfn. Fyrri tónleikarnir í Kaupmannahöfn verða í verslun 12 Tóna og þeir síðari í Loppen. Pétur er nýkominn frá Hollandi þar sem hann spilaði á tónlistarhátíðinni Eurosonic ásamt hljómsveit sinni. „Það gekk rosavel og var æðislega gaman,“ segir Pétur. „Það var mesta furða hvað það var vel tekið í þetta og það var líka gaman hvað það mættu margir því tónleikarnir voru snemma um kvöldið.“ Fimm stjörnur í DanmörkuFyrsta og eina plata Péturs Ben, Wine for My Weakness, hefur verið gefin út af 12 Tónum í Danmörku og fengið þar góða dóma. Fékk hún fimm stjörnur af sex mögulegum í Politiken og einnig fimm af sex í tónlistarblaðinu Soundvenue þar sem sagði m.a. „Dæmigert! Hæfileikaríkt og persónulegt söngvaskáld á íslenskri frumraun“. Að auki fékk platan fjórar stjörnur af sex í tónlistarblaðinu GAFFA. Platan, sem var ofarlega á listum íslenskra gagnrýnenda yfir bestu plötur síðasta árs, hefur verið tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistaverðlaununum sem verða afhent í lok janúar, auk þess sem Pétur er tilnefndur sem söngvari og nýliði ársins. Alveg í skýjunumPétur segist vera alveg í skýjunum yfir viðtökunum við plötunni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt. Ég hefði aldrei trúað því áður en platan kom út að hún fengi svona mikla athygli. Það hefur verið rosalega mikið fjallað um hana og það er ekki hægt að fara fram á meira.“ Ferðast um landiðPétur mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að fylgja plötunni eftir erlendis hyggur hann á tónleika á Akureyri í byrjun febrúar og ferðar í kringum landið með Lay Low og Rás 2 í mars. Einnig samdi hann tónlistina við kvikmyndina Foreldra sem var nýverið frumsýnd hér á landi.freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira