Lúterskir leiðindapúkar 24. janúar 2007 04:00 Stundum verður maður ótrúlega þreyttur á hvað þessi þjóð er lútersk og leiðinleg. Sammælist um að gera hvunndaginn að endalausum táradal og ef einhver vogar sér í grámyglu skamm-degisins að gera sér glaðan dag þá rjúka allir harðlífismenn þjóðarinnar upp til handa og fóta og hneykslast. Áður en tókst að koma því inn í þjóðina að veran í þessum heimi ætti mestanpart að vera þjáning, þá kunnu Íslendingar að halda almennileg partí. Þjóðarframleiðslan lá nánast niðri meðan menn drukku brullaup svo vikum skipti. Að þessu gáskafulla lífi löknu fóru menn svo til Valhallar og þar var náttúrlega gegndarlaust partí áfram. Síðan tók harðlífið við og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem okkur er farið að takast að komast aftur á braut þess að geta án þjakandi samviskubits gert okkur glaðan dag. Í traust þess að við séum að læra að gleðjast hafa nokkrir auðmenn og fyrirtæki staðið fyrir líflegum partíum og um leið styrkt góð málefni, eins og nánast gleymdar poppstjórnur. Mér hefur gengið allt í haginn í lífinu, hef nóg umleikis og hef gaman af því að láta vini mína njóta með mér. Ég sé bara ekkert athugavert við það að skemmta mér vel og ég hef vel efni á því. Hitt er svo annað að uppeldið segir líka til sín og ég hef ekki látið mitt eftir liggja í því að styðja ýmis góð málefni í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að ég birtist stundum sem græðgin uppmáluð verður að segjast eins og er að mér er annt um náungann og mér líður betur þegar öðrum líður vel. Það er nú allur galdurinn og má til sanns vegar færa að þar geri ég góðverk af eigingjörnum hvötum. Og hvað með það. Ég kann líka að gleðjast með náunganum og sá hæfileiki hefur líka gert það að verkum að ég hef skellt mér með í hin og þessi ferðalög með ríkustu mönnum landsins, Þannig keypti ég í Búnaðarbankanum og naut ávaxtanna af þeim snjalla leik Ólafs Ólafssonar að sameina bankann Kaupþingi. Ég get vel unnt honum þess að halda glæsilegt partí fyrir vini og samstarfsmenn. Ég sé ekki ofsjónum yfir því. Þar fyrir utan þá var sjóðstofnunin hjá honum glæsilegt framtak og gleðilegt að menn sinni því að láta þá sem þurfa njóta velgengni sinnar. Milljarður í sjóð er ekki lítið fé, jafnvel ekki fyrir menn eins og Ólaf Ólafsson. Ég mun á endanum gera eitthvað svona, því ekki tekur maður neitt með sér í lokaferðina og í Valhöll er hvort eð er nóg til af öllu. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Stundum verður maður ótrúlega þreyttur á hvað þessi þjóð er lútersk og leiðinleg. Sammælist um að gera hvunndaginn að endalausum táradal og ef einhver vogar sér í grámyglu skamm-degisins að gera sér glaðan dag þá rjúka allir harðlífismenn þjóðarinnar upp til handa og fóta og hneykslast. Áður en tókst að koma því inn í þjóðina að veran í þessum heimi ætti mestanpart að vera þjáning, þá kunnu Íslendingar að halda almennileg partí. Þjóðarframleiðslan lá nánast niðri meðan menn drukku brullaup svo vikum skipti. Að þessu gáskafulla lífi löknu fóru menn svo til Valhallar og þar var náttúrlega gegndarlaust partí áfram. Síðan tók harðlífið við og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem okkur er farið að takast að komast aftur á braut þess að geta án þjakandi samviskubits gert okkur glaðan dag. Í traust þess að við séum að læra að gleðjast hafa nokkrir auðmenn og fyrirtæki staðið fyrir líflegum partíum og um leið styrkt góð málefni, eins og nánast gleymdar poppstjórnur. Mér hefur gengið allt í haginn í lífinu, hef nóg umleikis og hef gaman af því að láta vini mína njóta með mér. Ég sé bara ekkert athugavert við það að skemmta mér vel og ég hef vel efni á því. Hitt er svo annað að uppeldið segir líka til sín og ég hef ekki látið mitt eftir liggja í því að styðja ýmis góð málefni í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að ég birtist stundum sem græðgin uppmáluð verður að segjast eins og er að mér er annt um náungann og mér líður betur þegar öðrum líður vel. Það er nú allur galdurinn og má til sanns vegar færa að þar geri ég góðverk af eigingjörnum hvötum. Og hvað með það. Ég kann líka að gleðjast með náunganum og sá hæfileiki hefur líka gert það að verkum að ég hef skellt mér með í hin og þessi ferðalög með ríkustu mönnum landsins, Þannig keypti ég í Búnaðarbankanum og naut ávaxtanna af þeim snjalla leik Ólafs Ólafssonar að sameina bankann Kaupþingi. Ég get vel unnt honum þess að halda glæsilegt partí fyrir vini og samstarfsmenn. Ég sé ekki ofsjónum yfir því. Þar fyrir utan þá var sjóðstofnunin hjá honum glæsilegt framtak og gleðilegt að menn sinni því að láta þá sem þurfa njóta velgengni sinnar. Milljarður í sjóð er ekki lítið fé, jafnvel ekki fyrir menn eins og Ólaf Ólafsson. Ég mun á endanum gera eitthvað svona, því ekki tekur maður neitt með sér í lokaferðina og í Valhöll er hvort eð er nóg til af öllu. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira