Um áramótin síðustu greiddu Bretar Bandaríkjamönnum lokagreiðslu af láni sem tekið var í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Bretar fengu á stríðsárunum um 30 milljarða Bandaríkjadala í formi efnahagsaðstoðar Franklins D. Roosevelt Bandaríkjaforseta til bandamanna.
Strax eftir stríðið létu bandarísk stjórnvöld af stefnu sinni en buðu Bretum lán til að greiða þær vörur sem þegar voru komnar til Bretlands eða á leiðinni með miklum afslætti. Lánið hljóðaði upp á 4,34 milljarða Bandaríkjadala með tveggja prósenta vöxtum og skyldi endurgreiða höfuðstólinn á fimmtíu árum frá og með árinu 1950. Mörg stríðslán eru aldrei greidd til baka. Bandaríkjamenn felldu niður stríðsskuldir frá fyrri heimsstyrjöld í kreppunni miklu og losnuðu Bretar þá undan skuldum sínum. Bretar voru þó ekki lánsamir því þeir áttu meiri stríðsskuldir en þeir skulduðu.