HM-hjónin sáu fram á dapran endi 24. janúar 2007 04:00 Þorgerður Katrín Menntamálaráðherrann er mikil handaboltaáhugamanneskja og er á leiðinni til Þýskalands. Sigur íslenska landsliðsins yfir Evrópumeisturum Frakka á mánudagskvöldinu hefur haft mikil áhrif á íslensku þjóðarsálina sem vart ræðir um annað. Fjölmargir er á leiðinni út til Þýskalands. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum. Við eigum á flesta leiki liðsins í milliriðlunum nema gegn gestgjöfunum Þjóðverjum á sunnudeginum," segir Einar Þorvarðarsson, framkvæmdarstjóri HSÍ, sem staðið hefur í ströngu eftir að Íslendingar tryggðu sér sæti í milliriðlum eftir frækin sigur á Frökkum. Stefán og Hulda Björg Sáu fram á dapran endi á brúðkaupsferðinni en eftir Frakka-leikinn lyftist heldur á þeim brúnin. Menntamálaráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er á leiðinni til Þýskalands til að styðja við bakið á landsliðinu og fjöldi fólks hefur sett sig í samband við framkvæmdarstjórann í þeirri von að fá miða á leiki liðsins. Aðrir halda heim eftir taugatrekkjandi dvöl í Magdeburg. Bubbi Stefnir ótrauður á leiki Íslands í milliriðlunum. Hjónakornin Stefán Friðgeirsson og Hulda Björg Þórisdóttir vöktu mikla athygli í Kastljós-þætti þegar þau sögðust vera á leiðinni í brúðkaupsferð á HM í Þýskalandi. Margir hafa eflaust hugsað hlýlega til þeirra eftir Úkraínu-leikinn þegar möguleikar á framhaldi Íslendinga dvínuðu til muna. „Núna erum við bara á leiðinni til Dortmund og erum ákaflega hamingjusöm að ferðin skyldi ekki fá þennan endi," segir Stefán en hjónakornin íhuguðu alvarlega að fara bara til Spánar ef í harðbakkann slægi. „Sverre Jakobsen, varnartröllið úr landsliðinu, kom að máli við okkur og sagðist vera ákaflega ánægður að geta framlengt brúðkaupsferðina," segir Stefán og hlær. Þau duttu síðan heldur betur í lukkupottinn þegar Alexander Petterson kastaði svitabandi sínu til áhorfenda og þau gripu það með tilþrifum. Hetjurnar. Landsliðið hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með frammistöðu sinni í Þýskalandi. Stefán og Hulda Björg hafa gistingu út vikuna en verða síðan að treysta á guð og lukkuna. „Stemningin er alveg frábær og það er ótrúlegt að sitja með hundruðum Íslendinga á vellinum og hvetja liðið áfram." Bubbi Morthens sagði í samtali við Fréttablaðið ekki alls fyrir löngu að hann stefndi út til Þýskalands ef liðið kæmist áfram í milliriðilinn. „Ég er að vinna í þessu," sagði Bubbi þegar Fréttablaðið náði tali af honum en hann eins og flestir aðrir landsmenn sat límdur fyrir framan skjáinn á mánudagskvöldinu. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Sigur íslenska landsliðsins yfir Evrópumeisturum Frakka á mánudagskvöldinu hefur haft mikil áhrif á íslensku þjóðarsálina sem vart ræðir um annað. Fjölmargir er á leiðinni út til Þýskalands. „Það er mikil eftirspurn eftir miðum. Við eigum á flesta leiki liðsins í milliriðlunum nema gegn gestgjöfunum Þjóðverjum á sunnudeginum," segir Einar Þorvarðarsson, framkvæmdarstjóri HSÍ, sem staðið hefur í ströngu eftir að Íslendingar tryggðu sér sæti í milliriðlum eftir frækin sigur á Frökkum. Stefán og Hulda Björg Sáu fram á dapran endi á brúðkaupsferðinni en eftir Frakka-leikinn lyftist heldur á þeim brúnin. Menntamálaráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er á leiðinni til Þýskalands til að styðja við bakið á landsliðinu og fjöldi fólks hefur sett sig í samband við framkvæmdarstjórann í þeirri von að fá miða á leiki liðsins. Aðrir halda heim eftir taugatrekkjandi dvöl í Magdeburg. Bubbi Stefnir ótrauður á leiki Íslands í milliriðlunum. Hjónakornin Stefán Friðgeirsson og Hulda Björg Þórisdóttir vöktu mikla athygli í Kastljós-þætti þegar þau sögðust vera á leiðinni í brúðkaupsferð á HM í Þýskalandi. Margir hafa eflaust hugsað hlýlega til þeirra eftir Úkraínu-leikinn þegar möguleikar á framhaldi Íslendinga dvínuðu til muna. „Núna erum við bara á leiðinni til Dortmund og erum ákaflega hamingjusöm að ferðin skyldi ekki fá þennan endi," segir Stefán en hjónakornin íhuguðu alvarlega að fara bara til Spánar ef í harðbakkann slægi. „Sverre Jakobsen, varnartröllið úr landsliðinu, kom að máli við okkur og sagðist vera ákaflega ánægður að geta framlengt brúðkaupsferðina," segir Stefán og hlær. Þau duttu síðan heldur betur í lukkupottinn þegar Alexander Petterson kastaði svitabandi sínu til áhorfenda og þau gripu það með tilþrifum. Hetjurnar. Landsliðið hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með frammistöðu sinni í Þýskalandi. Stefán og Hulda Björg hafa gistingu út vikuna en verða síðan að treysta á guð og lukkuna. „Stemningin er alveg frábær og það er ótrúlegt að sitja með hundruðum Íslendinga á vellinum og hvetja liðið áfram." Bubbi Morthens sagði í samtali við Fréttablaðið ekki alls fyrir löngu að hann stefndi út til Þýskalands ef liðið kæmist áfram í milliriðilinn. „Ég er að vinna í þessu," sagði Bubbi þegar Fréttablaðið náði tali af honum en hann eins og flestir aðrir landsmenn sat límdur fyrir framan skjáinn á mánudagskvöldinu.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira