Lífið

Þættirnir breyttu mér ekki

Storm og Magni Söngkonan er vön öllu og segir kastljós fjölmiðla vera hluta af starfi tónlistarmannsins.
Storm og Magni Söngkonan er vön öllu og segir kastljós fjölmiðla vera hluta af starfi tónlistarmannsins. MYND/Rósa

Storm Large kom óvænt fram á Hlustendaverðlaunum FM 957 sem fram fóru í gærkvöldi. Fréttablaðið náði tali af söngkonunnni sem fór huldu höfði í gær.

Storm er hér á vegum Magna Ásgeirssonar en þetta er í annað sinn sem hún sækir landið heim. Söngkonan vildi ekkert tjá sig um sambandsslit Magna og Eyrúnar Haraldsdóttur en fréttir af því tröllriðu fjölmiðlum fyrir alls ekki löngu. Og ekki heldur um meint samband Dilönu og Magna og sagði það ekki koma neinum við. „Kjaftasögurnar og kastljós fjölmiðla er eitthvað sem tónlistarfólk verður að lifa með,“ lýsir hún yfir af stakri ró.

Söngkonan varð sjálf fyrir barðinu á gróusögum á meðan raunveruleikaþátturinn var í gangi. Á vefsíðum var því haldið fram að hún ætti í ástarsambandi við Dave Navarro og hefði átt innilegar stundir með trommaranum Tommy Lee. Hún skilur því allt fjölmiðlafárið í kringum Magna og Eyrúnu og segir þetta vera hluta af starfinu. „Tónlistin er kynþokkafullt starf en ég held að ég sé leiðinleg að því leytinu til. Á ennþá sama kærastann og sama húsið. Fjölskyldan mín er óhögguð þrátt fyrir sviðsljósið,” segir Storm.

Magni lýsti því yfir í fjölmiðlum skömmu eftir sambandsslitin að sjónvarpsþátturinn hefði breytt sér. Storm sagði það sama ekki hafa gilt um sig. „Ég hef starfað sem óháður tónlistamaður í fimmtán ár. Ég var því vön þessari athygli. Þættirnir breyttu ekki lífi mínu persónulega en gerðu mikið fyrir mig sem fagmanmeskju því tónlistin mín náði mun meiri útbreiðslu,“ segir Storm. „ Mér finnst hins vegar ennþá skemmtilegast að elda og sækja stjúpsyni mína í skólann,“ segir Storm. Söngkonan er góðu sambandi við hina þátttakendurna en mun ekki ferðast á Supernova-túrnum. „Ég er á leiðinni í upptökuver og taka upp plötu,“ útskýrir hún.

Í samtali við Fréttablaðið sagði Magni að vegabréfsáritunin væri á leiðinni frá Bandaríkjunum og ef hún kæmist í tæka tíð myndi hann halda utan í dag. „Flýg til móts við hljómsveitina í Toronto,“ segir Magni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.