Í tilefni Myrkra músíkdaga 25. janúar 2007 07:30 Karólína Eiríksdóttir tónskáld á verk á Myrkum músíkdögum sem flutt verður á tónleikum kvöldsins. Framlag Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Myrkra músíkdaga að þessu sinni er glæsilegir tónleikar þar sem kynnt verða fjögur verk eftir jafnmörg tónskáld. Sveitin flytur, ásamt einleikurunum Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau, verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Herbert H. Ágústsson, Erik Mogensen og Örlyg Benediktsson. Hljómsveitarstjóri er Roland Kluttig. Tónlistarunnendur kannast við verk Karólínu Eiríksdóttur en hún hefur starfað ötullega að sköpun sinni um árabil. Nýlega frumsýndi Íslenska óperan verk hennar Strengjaleiki en að þessu sinni verður konsert á efnisskránni sem Karolína samdi sérstaklega fyrir einleikarana, hjónin Martial Nardeau og Guðrúnu Birgisdóttur. Hafa þau átt farsælt samstarf við tónskáldið sem áður hefur samið verk fyrir þau, bæði dúó- og einleiksverk. Herbert H. Ágústsson stundaði tónlistarnám í Graz og var hornleikari í Fílharmoníuhljómsveitinni í Graz á árunum 1945 til 1952 en þá kom hann til Íslands og gerðist fyrsti hornleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verkið „Concerto breve“ samdi Herbert árið 1965 en Sinfóníuhljómsveit Íslands lék verkið fyrst árið 1971. Örlygur Benediktsson hóf tónlistarnám í Hafralækjarskóla, lærði síðan hjá tréblásarameisturum Tónlistarskólans í Reykjavík og að því loknu hóf hann nám í tónfræðadeild skólans. Framhaldsnám sitt stundaði hann við rússnesku Ríkiskonservatoríuna í St. Pétursborg. Tónverk hans „Eftirleikur“ er fyrsta verkið sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur. Tónleikarnir hefjast að vanda kl. 19.30 í Háskólabíói. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Framlag Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Myrkra músíkdaga að þessu sinni er glæsilegir tónleikar þar sem kynnt verða fjögur verk eftir jafnmörg tónskáld. Sveitin flytur, ásamt einleikurunum Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau, verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Herbert H. Ágústsson, Erik Mogensen og Örlyg Benediktsson. Hljómsveitarstjóri er Roland Kluttig. Tónlistarunnendur kannast við verk Karólínu Eiríksdóttur en hún hefur starfað ötullega að sköpun sinni um árabil. Nýlega frumsýndi Íslenska óperan verk hennar Strengjaleiki en að þessu sinni verður konsert á efnisskránni sem Karolína samdi sérstaklega fyrir einleikarana, hjónin Martial Nardeau og Guðrúnu Birgisdóttur. Hafa þau átt farsælt samstarf við tónskáldið sem áður hefur samið verk fyrir þau, bæði dúó- og einleiksverk. Herbert H. Ágústsson stundaði tónlistarnám í Graz og var hornleikari í Fílharmoníuhljómsveitinni í Graz á árunum 1945 til 1952 en þá kom hann til Íslands og gerðist fyrsti hornleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verkið „Concerto breve“ samdi Herbert árið 1965 en Sinfóníuhljómsveit Íslands lék verkið fyrst árið 1971. Örlygur Benediktsson hóf tónlistarnám í Hafralækjarskóla, lærði síðan hjá tréblásarameisturum Tónlistarskólans í Reykjavík og að því loknu hóf hann nám í tónfræðadeild skólans. Framhaldsnám sitt stundaði hann við rússnesku Ríkiskonservatoríuna í St. Pétursborg. Tónverk hans „Eftirleikur“ er fyrsta verkið sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur. Tónleikarnir hefjast að vanda kl. 19.30 í Háskólabíói.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira