Til hamingju með daginn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 27. janúar 2007 00:01 Í dag eru liðin hundrað ár frá því Bríet boðaði til fundar í Þingholtsstræti 18 til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Og nú gildir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum konum á 21. öld? Hvað útheimtir móðurhlutverkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úrræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldruðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Þegar samfélagsþjónustu skortir axla konur byrðarnar, án launa og án viðurkenningar. Í hjarta hverrar konu þarf að vera vissan um að hið persónulega sem hún oft telur varða sig eina og vera sér að kenna er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Fyrir alllöngu varð almenn viðhorfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk - hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórnendur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætisráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kvenréttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins öll þessi ár. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin hundrað ár frá því Bríet boðaði til fundar í Þingholtsstræti 18 til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Og nú gildir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum konum á 21. öld? Hvað útheimtir móðurhlutverkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úrræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldruðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Þegar samfélagsþjónustu skortir axla konur byrðarnar, án launa og án viðurkenningar. Í hjarta hverrar konu þarf að vera vissan um að hið persónulega sem hún oft telur varða sig eina og vera sér að kenna er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Fyrir alllöngu varð almenn viðhorfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk - hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórnendur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætisráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kvenréttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins öll þessi ár. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar