Magni þeirra Færeyinga 7. febrúar 2007 08:30 Jógvan hansen er frægur í Færeyjum þar sem hann söng með hinni vinsælu popphljómsveit Aria. „Þetta er að vissu leyti svipað og Magnaæðið sem gekk yfir Ísland síðasta sumar en aðeins öðruvísi í ljósi þess að Færeyingar geta ekki horft á þáttinn," segir Jens Kr. Guðmundsson um áhuga Færeyinga á landa þeirra Jógvani Hansen. Færeyski hárgreiðslumaðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í þættinum X-Fakcor sem sýndur er á Stöð tvö og komst örugglega áfram í fyrstu tveimur umferðunum. Jógvan er frægur í heimalandi sínu sem söngvari í hinni vinsælu hljómsveit Aria og hefur þátttaka hans í X-Factor vakið mikla athygli færeysku þjóðarinnar þótt þátturinn sjáist ekki þar í landi. Jens Kr. Guðmundsson Bjó lengi í Færeyjum og er tengiliður fjölmiðla þar í landi. Jens Kr. Guðmundsson skrautskriftarkennari bjó lengi í Færeyjum og er tengiliður þarlendra fjölmiðla vegna keppninnar. „Frægðarsól hans hefur tvímælalaust risið enn hærra út af X-Factor og Jógvan er orðinn mikil hetja út á þetta. Ég er yfirleitt vakinn snemma á laugardagsmorgnum af löndum Jógvans, sem vilja vita hvernig honum gekk kvöldið áður," segir Jens. „Bæði hafa fjölmiðlar samband og ég fæ líka bréf frá einstaklingum sem vilja fá að vita hvernig hann stóð sig. Þegar Færeyingum gengur vel á Íslandi er það álitin mikil upphefð." Eins og aðrir keppendur má Jógvan ekki tala við fjölmiðla fyrr en keppninni lýkur og segir Jens landa hans sýta það mjög, því áhuginn er mikill. Dagblaðið Sosialurinn hefur fjallað um þátttöku Jógvans og segir meðal annars að þrátt fyrir augljósa hæfileika eigi söngvarinn líklega við ramman reip að draga. „Það vona auðvitað allir að honum gangi vel," segir Jens. „En úrslit eru ákveðin með símakosningu og þar sem Jógvan er ekki íslenskur og Færeyingar hafa lítil tök á að kjósa hann óttast sumir að hann detti snemma út." Jógvan hefur þó engu að síður sloppið með skrekkinn hingað til og spá margir því að hann muni ná langt í keppninni. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er að vissu leyti svipað og Magnaæðið sem gekk yfir Ísland síðasta sumar en aðeins öðruvísi í ljósi þess að Færeyingar geta ekki horft á þáttinn," segir Jens Kr. Guðmundsson um áhuga Færeyinga á landa þeirra Jógvani Hansen. Færeyski hárgreiðslumaðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í þættinum X-Fakcor sem sýndur er á Stöð tvö og komst örugglega áfram í fyrstu tveimur umferðunum. Jógvan er frægur í heimalandi sínu sem söngvari í hinni vinsælu hljómsveit Aria og hefur þátttaka hans í X-Factor vakið mikla athygli færeysku þjóðarinnar þótt þátturinn sjáist ekki þar í landi. Jens Kr. Guðmundsson Bjó lengi í Færeyjum og er tengiliður fjölmiðla þar í landi. Jens Kr. Guðmundsson skrautskriftarkennari bjó lengi í Færeyjum og er tengiliður þarlendra fjölmiðla vegna keppninnar. „Frægðarsól hans hefur tvímælalaust risið enn hærra út af X-Factor og Jógvan er orðinn mikil hetja út á þetta. Ég er yfirleitt vakinn snemma á laugardagsmorgnum af löndum Jógvans, sem vilja vita hvernig honum gekk kvöldið áður," segir Jens. „Bæði hafa fjölmiðlar samband og ég fæ líka bréf frá einstaklingum sem vilja fá að vita hvernig hann stóð sig. Þegar Færeyingum gengur vel á Íslandi er það álitin mikil upphefð." Eins og aðrir keppendur má Jógvan ekki tala við fjölmiðla fyrr en keppninni lýkur og segir Jens landa hans sýta það mjög, því áhuginn er mikill. Dagblaðið Sosialurinn hefur fjallað um þátttöku Jógvans og segir meðal annars að þrátt fyrir augljósa hæfileika eigi söngvarinn líklega við ramman reip að draga. „Það vona auðvitað allir að honum gangi vel," segir Jens. „En úrslit eru ákveðin með símakosningu og þar sem Jógvan er ekki íslenskur og Færeyingar hafa lítil tök á að kjósa hann óttast sumir að hann detti snemma út." Jógvan hefur þó engu að síður sloppið með skrekkinn hingað til og spá margir því að hann muni ná langt í keppninni.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira