Tónlist

Sign í tónleikaferð

Hljómsveitin Sign er á leiðinni í tónleikaferð um landið.
Hljómsveitin Sign er á leiðinni í tónleikaferð um landið.

Rokkhljómsveitin Sign er farin í tónleikaferð um landið til að hita upp fyrir ferð sína til Bandaríkjanna í byrjun mars. Sveitin spilar nú í fyrsta skipti með nýjum bassaleikara, Heimi Hjartarsyni, sem var áður í hljómsveitinni Nevolution frá Akureyri sem hefur tekið sér frí frá störfum.

Sign gerði nýverið útgáfusamning við þýska fyrirtækið Freibank og er komin langt með að semja efni á nýja plötu. Sveitinni hefur einnig verið boðið að vera á safnplötu tímaritsins Kerrang! sem verður gefin út í júní. Þar gera hinar ýmsu hljómsveitir sínar útgáfur af þekktum rokkslögurum.

Í Bandaríkjunum mun Sign spila á tvennum tónleikum í New York áður en hún spilar á CMW-tónlistarhátíðinni í Kanada.

Í framhaldi af vesturförinni fer Sign til Bretlands þar sem hún hitar upp á mánaðarlöngum túr hjá hljómsveitinni Wildhearts. Í tilefni af því ætlar Sign að gefa út nýja útgáfu af smáskífunni So Pretty í öllum helstu vefverslunum og á niðurhali fyrir farsíma. Í tengslum við þessa tónleikaferð mun Sign einnig setja upp sína eigin vefbúð og selja stafrænar útgáfur af öllum plötum sínum.

Tónleikaröð á Íslandi21. febrúar kl. 20.00: Yello í Reykjanesbæ

23. febrúar kl. 20.00: Félagsmiðstöðin Zelsíuz á Selfossi

24. febrúar kl. 17.00: Café Amsterdam

24. febrúar kl. 24.00: Café Amsterdam

3. mars: Rokk Súpan á Ísafirði

16. mars kl. 20.00: Sjallinn á Akureyri

Hljómsveitin Noise hitar upp á öllum tónleikunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×