Íslensk tónlist á Amie Street 21. febrúar 2007 08:45 Ingi Björn starfar við heimasíðuna amiestreet.com. MYND/Vilhelm Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. „Þetta er frekar ungt fyrirtæki. Það var stofnað í júlí í fyrra en er orðið rosalega vinsælt,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, sem hefur starfað við síðuna. „Síðan hefur líklega hundraðfaldað sig á þremur mánuðum og hefur vakið athygli á meðal fagaðila í tónlistarbransanum. Amie Street var til dæmis valið eitt af 25 efnilegustu ungu fyrirtækjunum hjá Businessweek og Myspace var að spá í að kaupa það. Það eru tuttugu þúsund meðlimir núna en þeir stefna að því að ná 200 þúsund í desember,“ segir hann. Á meðal íslenskra hljómsveita sem hafa nýtt sér búðina eru Telepathetics, Tony The Pony, Morðingjarnir, Bob og Beatmakin Troopa og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. Sérstaða Amie Street er að verðið fer eftir eftirspurn. Öll lög byrja frítt og hækka síðan í verði eftir því sem oftar er náð er í þau, upp að 0,98 dollurum. Eftir því sem lögin verða vinsælli því verðmætari verða þau. Ólíkt mörgum öðrum tónlistarmiðlum þá er ekkert sérstakt áskriftargjald. Jafnframt er hægt að spila lögin í öllum tónlistarspilurum. Þeir sem kaupa lög á Amie Street geta mælt með þeim lögum sem þeir kaupa og mæli þeir með lögum sem verða vinsæl fá þeir umbun fyrir. Áhugasamir geta kíkt á síðuna amiestreet.com og forvitnast um þessa nýstárlegu tónlistarbúð. - Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. „Þetta er frekar ungt fyrirtæki. Það var stofnað í júlí í fyrra en er orðið rosalega vinsælt,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, sem hefur starfað við síðuna. „Síðan hefur líklega hundraðfaldað sig á þremur mánuðum og hefur vakið athygli á meðal fagaðila í tónlistarbransanum. Amie Street var til dæmis valið eitt af 25 efnilegustu ungu fyrirtækjunum hjá Businessweek og Myspace var að spá í að kaupa það. Það eru tuttugu þúsund meðlimir núna en þeir stefna að því að ná 200 þúsund í desember,“ segir hann. Á meðal íslenskra hljómsveita sem hafa nýtt sér búðina eru Telepathetics, Tony The Pony, Morðingjarnir, Bob og Beatmakin Troopa og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. Sérstaða Amie Street er að verðið fer eftir eftirspurn. Öll lög byrja frítt og hækka síðan í verði eftir því sem oftar er náð er í þau, upp að 0,98 dollurum. Eftir því sem lögin verða vinsælli því verðmætari verða þau. Ólíkt mörgum öðrum tónlistarmiðlum þá er ekkert sérstakt áskriftargjald. Jafnframt er hægt að spila lögin í öllum tónlistarspilurum. Þeir sem kaupa lög á Amie Street geta mælt með þeim lögum sem þeir kaupa og mæli þeir með lögum sem verða vinsæl fá þeir umbun fyrir. Áhugasamir geta kíkt á síðuna amiestreet.com og forvitnast um þessa nýstárlegu tónlistarbúð. -
Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira