Tónlist

Ferðast um Evrópu

Rokksveitin Metallica ætlar í tónleikaferð um Evrópu í sumar.
Rokksveitin Metallica ætlar í tónleikaferð um Evrópu í sumar.

Rokksveitin Metallica ætlar að taka sér pásu frá upptökum á næstu plötu sinni og fara í tónleikaferð um Evrópu í sumar.

Fyrstu tónleikarnir verða á tónlistarhátíð í Belgíu 1. júlí næstkomandi. Eftir það taka við tónleikar í Grikklandi, Austurríki, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Gengur tónleikaferðin undir nafninu Sick of the Studio 07, eða Hundleiðir á hljóðverinu.

Rick Rubin, sem hefur m.a. starfað með Red Hot Chili Peppers, System of a Down, Slayer og Johnny Cash, stjórnar upptökum á plötunni, sem er væntanleg í lok þessa árs. Síðasta plata Metallica, St. Anger, kom út árið 2003 og fékk hún misjafnar viðtökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×