Lífið

Kennari með töff einkanúmer

TÖFF Snorri Bjarnason hefur verið ökukennari í 36 ár en tvö ár eru liðin frá því að hann fékk sér einkanúmerið áberandi.
TÖFF Snorri Bjarnason hefur verið ökukennari í 36 ár en tvö ár eru liðin frá því að hann fékk sér einkanúmerið áberandi. MYND/Rósa

„Ég sá þennan bíl hjá B&L og kolféll fyrir honum. Mér finnst hann einfaldlega svo töff,“ segir ökukennarinn Snorri Bjarnason, en hann kennir nemendum sínum á BMW af gerðinni 116 I, sem ber einkanúmerið TÖFF. Bíllinn vekur eðlilega töluverða athygli í umferðinni og viðurkennir Snorri að krökkunum leiðist ekki að læra að aka á litlum BMW með einkanúmerið TÖFF.

„Ég athugaði hvort þetta númer væri laust og sú var raunin. Ég ákvað því að taka það,“ segir Snorri og kveðst alls ekki hafa tapað á þeirri ákvörðun. „Það er tekið eftir bílnum í umferðinni og virkar því sem ákveðin auglýsing,“ útskýrir Snorri en minnir jafnframt á að neikvæðu hliðarnar séu einnig til staðar „Ef ég geri eitthvað ljótt af mér þá er líka tekið eftir því,“ segir Snorri og hlær en hann hefur verið ökukennari í 36 ár.

Nokkuð er um að ökukennarar hafi einkanúmer á kennslubifreiðum sínum, enda óumdeilt að grípandi einkanúmer vekja ótvíræða athygli annarra ökumanna sem og vegfaranda á götum borgarinnar. Einn ónefndur ökukennari er með einkanúmerið DRÆVER og þá er formaður ökukennarafélagsins með einkanúmerið NÁM á sinni kennslubifreið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.