Tímamót í rannsóknum 15. júní 2007 00:01 Leiðangursstjórinn Dr. Ármann Höskuldsson fer fyrir leiðangrinum við annan mann og segir verkefnið afar mikilvægt fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. MYND/Valli Háskóli Íslands og Háskólinn á Hawai hafa fengið rúmlega 100 milljóna króna styrk frá vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) til þess að fara í könnunarleiðangur á Reykjaneshrygg. Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er annar leiðangursstjóra. Rannsóknin hefur gríðarlega mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á hryggnum fór fram fyrir 40 árum. Ármann segir mikilvægi rannsóknarleiðangursins í vísindalegu samhengi mikið og í sjálfu sér sé það merkilegt að fá styrkinn. „Það eru fjölmargir sem sækja um styrki í NSF vísindasjóðinn og mun færri fá en vilja.“ Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun og til verksins fékkst rannsóknarskipið Knorr. Skipið er sérhannað til jarðfræðilegra rannsókna á sjó með öllum nýjustu rannsóknartækjum sem völ er á. Skipið er 2685 brúttólestir, 85 metrar á lengd með 22 manna áhöfn. Um borð er aðstaða fyrir 32 vísindamenn og 2 tæknimenn en rannsóknateymið í þessum leiðangri telur sextán vísindamenn, þar af þrjá Íslendinga. Ármann segir að væntingar sínar séu eðlilega miklar þar sem um einstakt tækifæri er að ræða. „Síðasti alvöru leiðangurinn var gerður út árið 1970 og ég geri mér vonir um að eftir þessa ferð höfum við öðlast betri skilning á svæðinu í heild og lífríki þess. Við vonumst til að skilja betur þróun Íslands með því að rannsaka jarðsögu hafsbotnsins síðastliðnar 18 milljónir ára.“ Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja fá Norðurpólnum til Suðurskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti svarað mörgum spurningum. Ármann segir mikla gloppu í upplýsingum sem til eru um landgrunnið frá Íslandi og sjávarbotn þeirra miða sem eru ein þau fengsælustu við landið. „Engar upplýsingar eru til um stór svæði á þessum miðum og því hefur það beina hagnýta þýðingu að fá upplýsingar um jarðskorpuna til að geta sagt fyrir um þróun hennar, með hugsanlegum áhrifum á lífríkið í kringum þær.“ Samfara þessu verkefni eru áætluð umfangsmikil samskipti á milli Jarðvísindastofnunar og vísindastofnana í Bandaríkjunum. Vísindi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Háskóli Íslands og Háskólinn á Hawai hafa fengið rúmlega 100 milljóna króna styrk frá vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) til þess að fara í könnunarleiðangur á Reykjaneshrygg. Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er annar leiðangursstjóra. Rannsóknin hefur gríðarlega mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á hryggnum fór fram fyrir 40 árum. Ármann segir mikilvægi rannsóknarleiðangursins í vísindalegu samhengi mikið og í sjálfu sér sé það merkilegt að fá styrkinn. „Það eru fjölmargir sem sækja um styrki í NSF vísindasjóðinn og mun færri fá en vilja.“ Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun og til verksins fékkst rannsóknarskipið Knorr. Skipið er sérhannað til jarðfræðilegra rannsókna á sjó með öllum nýjustu rannsóknartækjum sem völ er á. Skipið er 2685 brúttólestir, 85 metrar á lengd með 22 manna áhöfn. Um borð er aðstaða fyrir 32 vísindamenn og 2 tæknimenn en rannsóknateymið í þessum leiðangri telur sextán vísindamenn, þar af þrjá Íslendinga. Ármann segir að væntingar sínar séu eðlilega miklar þar sem um einstakt tækifæri er að ræða. „Síðasti alvöru leiðangurinn var gerður út árið 1970 og ég geri mér vonir um að eftir þessa ferð höfum við öðlast betri skilning á svæðinu í heild og lífríki þess. Við vonumst til að skilja betur þróun Íslands með því að rannsaka jarðsögu hafsbotnsins síðastliðnar 18 milljónir ára.“ Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja fá Norðurpólnum til Suðurskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti svarað mörgum spurningum. Ármann segir mikla gloppu í upplýsingum sem til eru um landgrunnið frá Íslandi og sjávarbotn þeirra miða sem eru ein þau fengsælustu við landið. „Engar upplýsingar eru til um stór svæði á þessum miðum og því hefur það beina hagnýta þýðingu að fá upplýsingar um jarðskorpuna til að geta sagt fyrir um þróun hennar, með hugsanlegum áhrifum á lífríkið í kringum þær.“ Samfara þessu verkefni eru áætluð umfangsmikil samskipti á milli Jarðvísindastofnunar og vísindastofnana í Bandaríkjunum.
Vísindi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira