Flóahreppur hafnar Urriðafossvirkjun 15. júní 2007 06:00 Urriðafossvirkjun (125 MW) er stærst þriggja nýrra virkjana í neðri hluta Þjórsár. Hinar tvær eru Hvammsvirkjun (80 MW) og Holtavirkjun (50 MW). Sveitarstjórn Flóahrepps gerir ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun í drögum að aðalskipulagi. Virkjunin nær til þriggja sveitarfélaga; Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps, sem verða öll að samþykkja byggingu virkjunarinnar á aðalskipulagi sínu til að af framkvæmdum geti orðið. Landsvirkjun undrast niðurstöðuna og munu fulltrúar fyrirtækisins funda með sveitarstjórnarmönnum í dag. „Við vonumst til þess að ná samkomulagi um að hafa virkjunina inni á skipulaginu", segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Þorsteinn segir ákvörðun sveitarstjórnarinnar koma verulega á óvart. „Þó Urriðafossvirkjun sé ekki ein af stærstu virkjunum sem byggðar hafa verið á Íslandi skiptir þetta verulega miklu máli fyrir Landsvirkjun og þá uppbyggingu sem framundan er í orkumálum. Auðvitað er þetta mjög óheppilegt og við vonumst til þess að menn nái samkomulagi um það að hafa þetta inn á skipulaginu." Umhverfisumræða vegna virkjunarinnar hefur ekki síst snúið að þessum glæsilega fossi sem er sá vatnsmesti foss á Íslandi. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, segir að sveitarstjórnin hafi farið yfir rökin með og á móti virkjun að undanförnu. „Það er ljóst að það er mikill fórnarkostnaður að byggja þessa virkjun, þó að hægt sé að finna ýmsa kosti einnig. Okkar niðurstaða var einfaldlega sú að rökin gegn virkjun vegi þyngra en þau sem mæla með byggingu hennar." Í bókun sveitarstjórnar segir að meginástæða þess að sveitarstjórn telji ekki nægilegan ávinning af virkjuninni fyrir Flóahrepp og íbúa hans sé að nægjanlegar bætur fáist ekki fyrir áhrif virkjunar „á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunarinnar". Aðalskipulagsdrögin verða lögð fyrir íbúafund 25. júní og tillagan síðan auglýst. „Tillagan getur tekið breytingum í kjölfar fundarins," segir Aðalsteinn. Eftir að auglýsingin hefur verið birt tekur við lögformlegt kynningarferli aðalskipulagsins. Urriðafossvirkjun er stærst þeirra þriggja virkjana sem Landsvirkjun hefur ráðgert að byggja í neðri hluta Þjórsár. Henni er ætlað að framleiða 125 megavött, sem eru um tíu prósent af uppsettu afli Landsvirkjunar í dag. Til samanburðar mun Kárahnjúkavirkjun framleiða 700 megavött. Þorsteinn minnir á að tvö sveitarfélög af þrem geri ráð fyrir Urriðafossvirkjun í aðalskipulagi sínu. „Þegar ósamræmi er í aðalskipulagi sveitarfélaga á þennan hátt er það Skipulagsstofnun ríkisins sem skipar samráðsnefnd til að ná samhæfðri niðurstöðu." Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Sveitarstjórn Flóahrepps gerir ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun í drögum að aðalskipulagi. Virkjunin nær til þriggja sveitarfélaga; Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps, sem verða öll að samþykkja byggingu virkjunarinnar á aðalskipulagi sínu til að af framkvæmdum geti orðið. Landsvirkjun undrast niðurstöðuna og munu fulltrúar fyrirtækisins funda með sveitarstjórnarmönnum í dag. „Við vonumst til þess að ná samkomulagi um að hafa virkjunina inni á skipulaginu", segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Þorsteinn segir ákvörðun sveitarstjórnarinnar koma verulega á óvart. „Þó Urriðafossvirkjun sé ekki ein af stærstu virkjunum sem byggðar hafa verið á Íslandi skiptir þetta verulega miklu máli fyrir Landsvirkjun og þá uppbyggingu sem framundan er í orkumálum. Auðvitað er þetta mjög óheppilegt og við vonumst til þess að menn nái samkomulagi um það að hafa þetta inn á skipulaginu." Umhverfisumræða vegna virkjunarinnar hefur ekki síst snúið að þessum glæsilega fossi sem er sá vatnsmesti foss á Íslandi. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, segir að sveitarstjórnin hafi farið yfir rökin með og á móti virkjun að undanförnu. „Það er ljóst að það er mikill fórnarkostnaður að byggja þessa virkjun, þó að hægt sé að finna ýmsa kosti einnig. Okkar niðurstaða var einfaldlega sú að rökin gegn virkjun vegi þyngra en þau sem mæla með byggingu hennar." Í bókun sveitarstjórnar segir að meginástæða þess að sveitarstjórn telji ekki nægilegan ávinning af virkjuninni fyrir Flóahrepp og íbúa hans sé að nægjanlegar bætur fáist ekki fyrir áhrif virkjunar „á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunarinnar". Aðalskipulagsdrögin verða lögð fyrir íbúafund 25. júní og tillagan síðan auglýst. „Tillagan getur tekið breytingum í kjölfar fundarins," segir Aðalsteinn. Eftir að auglýsingin hefur verið birt tekur við lögformlegt kynningarferli aðalskipulagsins. Urriðafossvirkjun er stærst þeirra þriggja virkjana sem Landsvirkjun hefur ráðgert að byggja í neðri hluta Þjórsár. Henni er ætlað að framleiða 125 megavött, sem eru um tíu prósent af uppsettu afli Landsvirkjunar í dag. Til samanburðar mun Kárahnjúkavirkjun framleiða 700 megavött. Þorsteinn minnir á að tvö sveitarfélög af þrem geri ráð fyrir Urriðafossvirkjun í aðalskipulagi sínu. „Þegar ósamræmi er í aðalskipulagi sveitarfélaga á þennan hátt er það Skipulagsstofnun ríkisins sem skipar samráðsnefnd til að ná samhæfðri niðurstöðu."
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira