Erlent

Rússar drekka frá sér lífið

Rússneskir karlmenn eiga sér að því virðist dauðaósk því margir þeirra drekka bæði rakspíra og hreinsivörur. Bresk rannsókn komst að því að helming dauðsfalla karlmanna á vinnualdri í Rússlandi megi rekja til hættulegra drykkjuvenja.

Vörurnar sem um ræðir er hægt að fá hvar sem er, eru ódýrar og innihalda allt að 97 prósent áfengi. Lítið sem ekkert er um að þær séu eitraðar heldur er það einfaldlega áfengisstyrkurinn sem er svona hættulegur. Meðalaldur rússneskra karlmanna er um 59 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×