Erlent

Fylgist með geimförum í barnapíutæki

Guðjón Helgason skrifar

Húsmóðir í Chicago í Bandaríkjunum þarf ekki lengur að kveikja á fréttum til að fylgjast með afdrifum geimfara í geimskutlunni Atlantis sem nú er tengd Alþjóðlegum geimstöðinni. Hún þarf bara að kveikja á barnapíutækinu sínu.

Tækið keypti hún til að hafa gætur á nýfæddu barni sínu bæði með hljóði og mynd. Síðan á sunnudaginn hefur hún ekki getað fylgjast með barninu sínu fyrir svart hvítum útsendingum frá geimflauginni sem tækið nemur.

Natalie Meilinger segist hafa lagt barn sitt til svefns á sunnudagskvöldið og síðan kveikt á tækinu. Þá hafi hún ekki séð barn sitt heldur tvo geimfara fljótandi í geimnum.

Talsmaður Bandarísku geimferðastofnunarinnar segir hægt að fylgjast með geimförunum á vefsíðu NASA og tækið nemi þær útsendingar. Framleiðendur tækisins segja í athugun hvað valdi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×