Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði 3. mars 2007 08:45 „Við verðum að ná samkomulagi um þetta í ríkisstjórninni á næstunni og ef það tekst ekki er augljóslega komin gjá á milli flokkanna því við erum ákveðin í að láta reyna á þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á flokksþingi framsóknarmanna í gær að ríkisstjórnin geti átt erfitt með að lifa af ef ekki næst samkomulag um að binda auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að binda beri í stjórnarskrá sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Framsóknarmenn leggja þunga áherslu á að við það verði staðið og það undirstrikaði Jón í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu í gær. Jón samsinnir Siv um að bregðist það verði stjórnarslit. Minnihlutastjórn verði þá að brúa bilið fram til alþingiskosninganna í maí eða að mynduð verði starfsstjórn. „Við höfum verið í umræðum um þetta innan ríkisstjórnarinnar, og einnig ég og forsætisráðherra, og honum er vel kunnugt um okkar afstöðu.“ segir Jón. „Tíminn er naumur og við þurfum að hafa hraðar hendur í þessu máli. En eins og menn heyra þá er hugur okkar mjög einarður í þessu máli.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir óviðeigandi að ráðherrar setji fram málefni í hótunarstíl. „Sérstaklega finnst mér óviðeigandi að nota stjórnarskrána til að hífa sig upp um eitt, tvö eða þrjú prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum. Stjórnarskráin er mikilvægara plagg en það.“ Þorgerður segir að í stjórnarsáttmálanum sé ekki klárt orðalag varðandi auðlindirnar. „Stjórnarskrárnefnd, sem hefur lengi verið starfandi undir forystu framsóknarmanns, hefur örugglega gert ágæta hluti. En hún hefur ekki náð endanlegri niðurstöðu um þetta ákvæði. Við höfum gert það sem við höfum viljað og getað gert, einmitt með það í huga að uppfylla skilyrði stjórnarsáttmálans. Stjórnarsamstarfið fram til þessa hefur verið farsælt og gott. Ég hef enga trú á öðru en að formenn flokkanna muni leysa þetta mál. Stjórnarsáttmálinn stendur og svo einfalt er það.“ Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
„Við verðum að ná samkomulagi um þetta í ríkisstjórninni á næstunni og ef það tekst ekki er augljóslega komin gjá á milli flokkanna því við erum ákveðin í að láta reyna á þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á flokksþingi framsóknarmanna í gær að ríkisstjórnin geti átt erfitt með að lifa af ef ekki næst samkomulag um að binda auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að binda beri í stjórnarskrá sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Framsóknarmenn leggja þunga áherslu á að við það verði staðið og það undirstrikaði Jón í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu í gær. Jón samsinnir Siv um að bregðist það verði stjórnarslit. Minnihlutastjórn verði þá að brúa bilið fram til alþingiskosninganna í maí eða að mynduð verði starfsstjórn. „Við höfum verið í umræðum um þetta innan ríkisstjórnarinnar, og einnig ég og forsætisráðherra, og honum er vel kunnugt um okkar afstöðu.“ segir Jón. „Tíminn er naumur og við þurfum að hafa hraðar hendur í þessu máli. En eins og menn heyra þá er hugur okkar mjög einarður í þessu máli.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir óviðeigandi að ráðherrar setji fram málefni í hótunarstíl. „Sérstaklega finnst mér óviðeigandi að nota stjórnarskrána til að hífa sig upp um eitt, tvö eða þrjú prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum. Stjórnarskráin er mikilvægara plagg en það.“ Þorgerður segir að í stjórnarsáttmálanum sé ekki klárt orðalag varðandi auðlindirnar. „Stjórnarskrárnefnd, sem hefur lengi verið starfandi undir forystu framsóknarmanns, hefur örugglega gert ágæta hluti. En hún hefur ekki náð endanlegri niðurstöðu um þetta ákvæði. Við höfum gert það sem við höfum viljað og getað gert, einmitt með það í huga að uppfylla skilyrði stjórnarsáttmálans. Stjórnarsamstarfið fram til þessa hefur verið farsælt og gott. Ég hef enga trú á öðru en að formenn flokkanna muni leysa þetta mál. Stjórnarsáttmálinn stendur og svo einfalt er það.“
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira