Konur vilja líka klám 5. mars 2007 10:20 BLÁTT EFNI SEM HJÁLPARTÆKI Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hefur kynnt sér kynlíf Íslendinga í tuttugu ár og segir kynferðislega opinskátt efni geta hjálpað mörgum. fréttablaðið/heiða Klámráðstefnan Snowgathering sem halda átti hér á landi hefur verið blásin af. Meðan einhverjir fagna sigri segja aðrir þetta ósigur tjáningarfrelsisins. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, hjúkrunar- og kynfræðing, sem segir konur sífellt sækja í sig veðrið hvað varðar kaup á kynferðislega opinskáu efni og í stað þess að stinga höfðinu í sandinn ættum við að gera kröfur um betra efni til handa öllum. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir er menntaður hjúkrunar- og kynfræðingur og hefur um tuttugu ára skeið hjálpað fólki að vinna bug á ýmsum vandamálum er snerta samlíf þess. Hún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún hóf störf og í byrjun hafi Íslendingar verið hálfflissandi yfir því að einhver gerði slík fræði að atvinnu sinni. Tepruskapurinn hefur þó smám saman flotið að feigðarósi en hún viðurkennir að henni hafi þó brugðið í umræðunni undanfarið er skapaðist varðandi áðurnefnda ráðstefnu. Margt af því sem þar hafi komið fram hafi verið byggt á misskilningi, fordómum og fákunnáttu. Þó að orðið klám sé löngu hætt að stuða hana kýs kynfræðingurinn yfirleitt að nota „kynferðislega opinskátt efni“ yfir efnið því klám sé hlaðið neikvæðri merkingu. Umræðan einkenndist af vanþekkinguKlám í gegnum tíðina Klám og erótík hefur verið til frá því í fornöld. Frá vinstri: Forn stytta sem sýnir stellingu í Kama Sutra frá Indlandi, erótískar ljósmyndir frá byrjun 20. aldar og klám nútímans og japönsk erótísk teikning frá því um 200 eftir Krist.Umræðan undanfarið hefur nokkuð legið á þeirri braut að klám sé vont en erótík góð og falleg. Hóran sem glennir sílíkonið framan í lýðinn er óæskilegt myndefni en heilaga madonnan í fallegum og ástríkum athöfnum er mun ásættanlegri. En er virkilega hægt að flokka efni sem sýnir kynlíf í þessa tvo flokka að hennar mati? „Ég legg þessi hugtök að jöfnu, erótík og klám. Þetta er bæði kynferðislega opinskátt efni og svo getur fólk valið hvaða orð fólk notar eftir því hvað því finnst um efnið. Að setja allt undir sama hatt er mikil einföldun. Á meðan mér finnst efnið vont finnst þér það kannski gott. Það hefur engum tekist að skilgreina það svo vel sé hvað er erótík og hvað er klám. Femínistar hafa talað um að erótík sé góð og falleg og þessi skipting kynlífs í vont eða gott fer dálítið í taugarnar á mér. Meðan sumt særir blygðunarkennd manns og maður upplifir það sem argasta klám myndi það aldrei stuða nágranna þinn. Það sama er með list og fegurð en það er samt mikilvægara að fá að spreyta sig á umræðunni heldur en ekki. Í umræðunni um klámi undanfarnar vikur hefur öllum þessum hugtökum verið steypt í einn hrærigraut og ég kalla eftir meiri gagnrýnni umræðu um þau og þessi mál,“ segir Jóna Ingibjörg og jánkar því að henni hafi fundist það frekar klaufalegt hvernig ráðstefnan var blásin af. „Hefði þetta fólk fengið gistingu á fyrirhuguðu ráðstefnuhóteli hefðum við að minnsta kosti fengið að heyra sjónarmið þess en við misstum af því tækifæri. Við álitum það sekt áður en sektin var sönnuð. Í þessari umræðu finnst mér frjálslyndi tengjast tjáningarfrelsinu að einhverju leyti. Ég hélt að ég yrði aldrei sammála ályktun Heimdellinga sem sögðu það, í tilefni þessa fjaðrafoks, að hafa bæri í heiðri reglur réttarríkis: að hver er saklaus þar til sekt er sönnuð. Raddirnar sem voru háværar vildu flokka þessa framleiðendur og fylgilið undir sama hatt þar sem mansal, barnaklám og allt það ógeðslegasta af öllu kemur fyrir. Hugtakið barnaklám er í rauninni ekki til að mínu áliti því það er bara eitt: ofbeldi af versta tagi og ætti eingöngu að kalla sínu rétta nafni – misnotkun á börnum. Hún getur verið líkamleg og andleg og það að viðhafa slíkt ofbeldi er blanda af hvort tveggja. Ég er alfarið á móti dýraklámi (dýra-misnotkun) og kynferðislegri misnotkun af öllu tagi en það hefur bara einfaldlega ekkert með kynlíf að gera. Ofbeldi í kynferðislegum farvegi er fyrst og fremst ofbeldi,“ segir Jóna og áréttar það hversu mikilvægt sé að hreinsa kynlíf af þeim stimpli. Hæpið að banna klámhhhUndanfarið hafa einmitt alls kyns staðhæfingar flotið um beint samband milli þess að neyta kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Jóna Ingibjörg segir mikið hafa verið alhæft með slíkt undanfarið en erfitt er að rannsaka það, það liggur í hlutarins eðli. Rannsóknarniðurstöður eru einnig misvísandi. „Það hefur ekki tekist að sanna að beint orsakasamband sé á milli notkunar á kynferðislega opinskáu efni og ofbeldi gagnvart fólki eins og sumir gefa í skyn. Þeir einstaklingar sem horfa á ofbeldislitað gróft klám og eru ofbeldishneigðir fyrir, geta haft aukna árásarhvöt á eftir og hefur ekkert með það kynlíf að gera sem þar fer fram í myndskeiðunum. Heldur er það ofbeldið, það að hræða, meiða og niðurlægja, sem gerir slíkt og því má allt eins kenna ofbeldismyndum og tölvuleikjum um að orsaka slíka hegðun. Ég held ég tali fyrir munn margra að það að horfa á ofbeldisefni gerir mig ekki ofbeldisfyllri heldur þvert á móti getur það skerpt huga manns gagnvart því sem maður vill ekki.“ Forsendur fyrir því að banna klám segir Jóna Ingibjörg vera mjög hæpnar, því í fyrsta lagi þarf að komast að samkomulagi um hvað sé klám og þar er mikill vandi á höndum. „Við vitum ekki hvað klám er en þar sem misnotkun eða ofbeldi á sér greinilega stað, þar er um glæp að ræða og hefur ekkert með klám að gera. Ljóst er að ofbeldi er bannað, misnotkun á fólki, börnum og dýrum en það er eins og ég hef áður sagt – ofbeldi. Þú ert ekki talsmaður þess þó þú viljir ekki banna kynferðislega opinskátt efni. Það þarf að aðskilja þessa hluti og lausnin er ekki að segja „við viljum ekki sjá þetta“ og banna allt saman. Það ætti heldur að vekja upp umræður hvernig efni við viljum sjá því það er greinilegt að fólk sækist í að koma höndum yfir efnið. Þessi umræða má ekki gera það sem hún gerir svo oft, að koma slæmu orði á kynlíf.“ Tígulgosinn undir rúmijkjjjKlám á vinsældum að fagna, svo mikið er víst, og á í harðri samkeppni við Bítlana og Paris Hilton á leitarsíðum internetsins. Og konur sækja í sig veðrið. Jóna Ingibjörg segir þær alltaf nota internetið meira og meira í leit að slíku efni þó að karlar eigi þar enn vinninginn. Mesta athygli vekur að hún segir konur kaupa álíka mikið af kynferðislega opinskáu efni í þar til gerðum búðum og karlmenn. „Bente Træen er norskur fræðimaður sem hefur skoðað þetta og hún segir að konur séu áhugasamari um þetta efni en áður. Það má heldur ekki gleyma því að efnið hefur alltaf verið aðgengilegt með einum eða öðrum hætti. Tígulgosinn lá undir rúmi hér áður og ég vil miklu frekar geta rætt um það við mín börn hvað þau sjá, velja það sem ég horfi á heldur en að stóri bróðir ritskoði þetta og ákveði hvað er mér fyrir bestu. Konur hafa í gegnum tíðina átt að vera góðar, sætar og prúðar og helst hafa engar meiningar og það má ekki gleyma því að það er líka kvenfrelsi og kynfrelsi að láta ekki segja sér það hvað við eigum að sjá og hvað ekki – ég vil meta það sjálf og sem betur fer er það að aukast að konur eru ófeimnari við að kynna sér og nota sjónræna örvun.“ Neytendasamtökin fylgjast ekki meðhhhJóna Ingibjörg segir hæpið að stimpla kynferðislega opinskátt efni sem vont. Efnið geti hjálpað fólki að yfirvinna kvíða og kona sem aldrei hefur upplifað kynferðislega fullnægingu líkamlega getur með því að horfa á kynferðislega opinskátt efni sem er að hennar skapi, slakað þannig á að hún fái fullnægingu og þá í einrúmi. Þannig hverfur kvíðinn, hún sleppir taki af hugsunum um hvort hún sé að standa sig eða að fá það og losar um öll höft. Þetta nefnir Jóna Ingibjörg meðal annars sem jákvæðar hliðar þessa efnis sem á svo undir högg að sækja. „Þetta efni er kynferðislega örvandi og það er ekkert skrítið að fólki þyki það skemmtilegt, þannig lagað. Engu að síður eru til að mynda Neytendasamtökin með hulu fyrir augunum hvað varðar að fylgjast með þessum iðnaði og passa upp á rétt neytenda. Hér eru seld stinningarkrem sem virka ekki, fullnægingarkrem eru keypt af konum með fullkomlega heilbrigða slímhúð og gott blóðrásarkerfi og myndir sem þú getur keypt úti í búð eru með rangar innihaldslýsingar. Ef við erum ósátt við það kynferðislega opinskáa efni sem í boði er, eigum við einfaldlega að heimta betra efni. Við höfum þann rétt líka.“ Fáfræði femínistaUndanfarið hafa hræðileg mál er tengjast kynferðislegri misnotkun tröllriðið fjölmiðlum. Má þar nefna misnotkun drengja í Breiðavík sem og þá misnotkun er átti sér stað í Byrginu. Heldur Jóna Ingibjörg að þau mál hafi haft einhver áhrif á það hvernig þjóðarsálin tók í það að hingað til lands væri að koma hópur fólks sem hefði eitthvað með klámiðnaðinn að gera? „Jú, eflaust. Það verður forvitnilegt að skoða þeta þegar fram líða stundir, þegar fólk fer að melta þetta hvað hafi verið í gangi. Var þjóðin í sárum eða var þetta hávær hópur minnihlutans en ekki þjóðarsálin sem talaði? Sá hópur náði að minnsta kosti að fá fjölmiðla og stjórnmálamenn á sitt band sem er algjört einsdæmi. Kannski hefur það eitthvað með komandi kosningar að gera. En ég verð að segja að í umræðunni afhjúpuðu nokkrir róttækir femínistar hér á landi mikla fáfræði og fordóma um kynhegðun mannsins. Þessi hópur hefur verið iðinn við það að kenna fólki grunnatriðin í kynjafræði en mér finnst að sjálfir ættu þeir að kynna sér sömu grunnatriði í kynfræði síðustu áratuga.“ Jóna segir ritskoðun og netlögguleik geta haft alvarlegar afleiðingar. Með því sé auðveldara að ráðast gegn baráttu annarra minnihlutahópa fyrir tilverurétti sínum, svo sem homma og lesbía, og einnig er hætt við að erfiðara yrði fyrir fólk að afla sér upplýsinga um kynlíf. „Af hverju ekki frekar að draga efnið sjálft inn í umræðuna, án fordóma. Ræða hvað við viljum sjá í myndefni af þessu tagi og skoða þarfir hvers og eins. Það er erfitt að ákveða hvað er normal og hvað er ekki normal og við hvað á eiginlega að miða? Trú, algengi, tölfræði? Það er ekki hægt. Gaman væri að sjá einhverja taka sig til og framleiða efni sem leiftrar af kímni, kátínu, holdi og ástríðu.“ n Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Klámráðstefnan Snowgathering sem halda átti hér á landi hefur verið blásin af. Meðan einhverjir fagna sigri segja aðrir þetta ósigur tjáningarfrelsisins. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, hjúkrunar- og kynfræðing, sem segir konur sífellt sækja í sig veðrið hvað varðar kaup á kynferðislega opinskáu efni og í stað þess að stinga höfðinu í sandinn ættum við að gera kröfur um betra efni til handa öllum. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir er menntaður hjúkrunar- og kynfræðingur og hefur um tuttugu ára skeið hjálpað fólki að vinna bug á ýmsum vandamálum er snerta samlíf þess. Hún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún hóf störf og í byrjun hafi Íslendingar verið hálfflissandi yfir því að einhver gerði slík fræði að atvinnu sinni. Tepruskapurinn hefur þó smám saman flotið að feigðarósi en hún viðurkennir að henni hafi þó brugðið í umræðunni undanfarið er skapaðist varðandi áðurnefnda ráðstefnu. Margt af því sem þar hafi komið fram hafi verið byggt á misskilningi, fordómum og fákunnáttu. Þó að orðið klám sé löngu hætt að stuða hana kýs kynfræðingurinn yfirleitt að nota „kynferðislega opinskátt efni“ yfir efnið því klám sé hlaðið neikvæðri merkingu. Umræðan einkenndist af vanþekkinguKlám í gegnum tíðina Klám og erótík hefur verið til frá því í fornöld. Frá vinstri: Forn stytta sem sýnir stellingu í Kama Sutra frá Indlandi, erótískar ljósmyndir frá byrjun 20. aldar og klám nútímans og japönsk erótísk teikning frá því um 200 eftir Krist.Umræðan undanfarið hefur nokkuð legið á þeirri braut að klám sé vont en erótík góð og falleg. Hóran sem glennir sílíkonið framan í lýðinn er óæskilegt myndefni en heilaga madonnan í fallegum og ástríkum athöfnum er mun ásættanlegri. En er virkilega hægt að flokka efni sem sýnir kynlíf í þessa tvo flokka að hennar mati? „Ég legg þessi hugtök að jöfnu, erótík og klám. Þetta er bæði kynferðislega opinskátt efni og svo getur fólk valið hvaða orð fólk notar eftir því hvað því finnst um efnið. Að setja allt undir sama hatt er mikil einföldun. Á meðan mér finnst efnið vont finnst þér það kannski gott. Það hefur engum tekist að skilgreina það svo vel sé hvað er erótík og hvað er klám. Femínistar hafa talað um að erótík sé góð og falleg og þessi skipting kynlífs í vont eða gott fer dálítið í taugarnar á mér. Meðan sumt særir blygðunarkennd manns og maður upplifir það sem argasta klám myndi það aldrei stuða nágranna þinn. Það sama er með list og fegurð en það er samt mikilvægara að fá að spreyta sig á umræðunni heldur en ekki. Í umræðunni um klámi undanfarnar vikur hefur öllum þessum hugtökum verið steypt í einn hrærigraut og ég kalla eftir meiri gagnrýnni umræðu um þau og þessi mál,“ segir Jóna Ingibjörg og jánkar því að henni hafi fundist það frekar klaufalegt hvernig ráðstefnan var blásin af. „Hefði þetta fólk fengið gistingu á fyrirhuguðu ráðstefnuhóteli hefðum við að minnsta kosti fengið að heyra sjónarmið þess en við misstum af því tækifæri. Við álitum það sekt áður en sektin var sönnuð. Í þessari umræðu finnst mér frjálslyndi tengjast tjáningarfrelsinu að einhverju leyti. Ég hélt að ég yrði aldrei sammála ályktun Heimdellinga sem sögðu það, í tilefni þessa fjaðrafoks, að hafa bæri í heiðri reglur réttarríkis: að hver er saklaus þar til sekt er sönnuð. Raddirnar sem voru háværar vildu flokka þessa framleiðendur og fylgilið undir sama hatt þar sem mansal, barnaklám og allt það ógeðslegasta af öllu kemur fyrir. Hugtakið barnaklám er í rauninni ekki til að mínu áliti því það er bara eitt: ofbeldi af versta tagi og ætti eingöngu að kalla sínu rétta nafni – misnotkun á börnum. Hún getur verið líkamleg og andleg og það að viðhafa slíkt ofbeldi er blanda af hvort tveggja. Ég er alfarið á móti dýraklámi (dýra-misnotkun) og kynferðislegri misnotkun af öllu tagi en það hefur bara einfaldlega ekkert með kynlíf að gera. Ofbeldi í kynferðislegum farvegi er fyrst og fremst ofbeldi,“ segir Jóna og áréttar það hversu mikilvægt sé að hreinsa kynlíf af þeim stimpli. Hæpið að banna klámhhhUndanfarið hafa einmitt alls kyns staðhæfingar flotið um beint samband milli þess að neyta kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Jóna Ingibjörg segir mikið hafa verið alhæft með slíkt undanfarið en erfitt er að rannsaka það, það liggur í hlutarins eðli. Rannsóknarniðurstöður eru einnig misvísandi. „Það hefur ekki tekist að sanna að beint orsakasamband sé á milli notkunar á kynferðislega opinskáu efni og ofbeldi gagnvart fólki eins og sumir gefa í skyn. Þeir einstaklingar sem horfa á ofbeldislitað gróft klám og eru ofbeldishneigðir fyrir, geta haft aukna árásarhvöt á eftir og hefur ekkert með það kynlíf að gera sem þar fer fram í myndskeiðunum. Heldur er það ofbeldið, það að hræða, meiða og niðurlægja, sem gerir slíkt og því má allt eins kenna ofbeldismyndum og tölvuleikjum um að orsaka slíka hegðun. Ég held ég tali fyrir munn margra að það að horfa á ofbeldisefni gerir mig ekki ofbeldisfyllri heldur þvert á móti getur það skerpt huga manns gagnvart því sem maður vill ekki.“ Forsendur fyrir því að banna klám segir Jóna Ingibjörg vera mjög hæpnar, því í fyrsta lagi þarf að komast að samkomulagi um hvað sé klám og þar er mikill vandi á höndum. „Við vitum ekki hvað klám er en þar sem misnotkun eða ofbeldi á sér greinilega stað, þar er um glæp að ræða og hefur ekkert með klám að gera. Ljóst er að ofbeldi er bannað, misnotkun á fólki, börnum og dýrum en það er eins og ég hef áður sagt – ofbeldi. Þú ert ekki talsmaður þess þó þú viljir ekki banna kynferðislega opinskátt efni. Það þarf að aðskilja þessa hluti og lausnin er ekki að segja „við viljum ekki sjá þetta“ og banna allt saman. Það ætti heldur að vekja upp umræður hvernig efni við viljum sjá því það er greinilegt að fólk sækist í að koma höndum yfir efnið. Þessi umræða má ekki gera það sem hún gerir svo oft, að koma slæmu orði á kynlíf.“ Tígulgosinn undir rúmijkjjjKlám á vinsældum að fagna, svo mikið er víst, og á í harðri samkeppni við Bítlana og Paris Hilton á leitarsíðum internetsins. Og konur sækja í sig veðrið. Jóna Ingibjörg segir þær alltaf nota internetið meira og meira í leit að slíku efni þó að karlar eigi þar enn vinninginn. Mesta athygli vekur að hún segir konur kaupa álíka mikið af kynferðislega opinskáu efni í þar til gerðum búðum og karlmenn. „Bente Træen er norskur fræðimaður sem hefur skoðað þetta og hún segir að konur séu áhugasamari um þetta efni en áður. Það má heldur ekki gleyma því að efnið hefur alltaf verið aðgengilegt með einum eða öðrum hætti. Tígulgosinn lá undir rúmi hér áður og ég vil miklu frekar geta rætt um það við mín börn hvað þau sjá, velja það sem ég horfi á heldur en að stóri bróðir ritskoði þetta og ákveði hvað er mér fyrir bestu. Konur hafa í gegnum tíðina átt að vera góðar, sætar og prúðar og helst hafa engar meiningar og það má ekki gleyma því að það er líka kvenfrelsi og kynfrelsi að láta ekki segja sér það hvað við eigum að sjá og hvað ekki – ég vil meta það sjálf og sem betur fer er það að aukast að konur eru ófeimnari við að kynna sér og nota sjónræna örvun.“ Neytendasamtökin fylgjast ekki meðhhhJóna Ingibjörg segir hæpið að stimpla kynferðislega opinskátt efni sem vont. Efnið geti hjálpað fólki að yfirvinna kvíða og kona sem aldrei hefur upplifað kynferðislega fullnægingu líkamlega getur með því að horfa á kynferðislega opinskátt efni sem er að hennar skapi, slakað þannig á að hún fái fullnægingu og þá í einrúmi. Þannig hverfur kvíðinn, hún sleppir taki af hugsunum um hvort hún sé að standa sig eða að fá það og losar um öll höft. Þetta nefnir Jóna Ingibjörg meðal annars sem jákvæðar hliðar þessa efnis sem á svo undir högg að sækja. „Þetta efni er kynferðislega örvandi og það er ekkert skrítið að fólki þyki það skemmtilegt, þannig lagað. Engu að síður eru til að mynda Neytendasamtökin með hulu fyrir augunum hvað varðar að fylgjast með þessum iðnaði og passa upp á rétt neytenda. Hér eru seld stinningarkrem sem virka ekki, fullnægingarkrem eru keypt af konum með fullkomlega heilbrigða slímhúð og gott blóðrásarkerfi og myndir sem þú getur keypt úti í búð eru með rangar innihaldslýsingar. Ef við erum ósátt við það kynferðislega opinskáa efni sem í boði er, eigum við einfaldlega að heimta betra efni. Við höfum þann rétt líka.“ Fáfræði femínistaUndanfarið hafa hræðileg mál er tengjast kynferðislegri misnotkun tröllriðið fjölmiðlum. Má þar nefna misnotkun drengja í Breiðavík sem og þá misnotkun er átti sér stað í Byrginu. Heldur Jóna Ingibjörg að þau mál hafi haft einhver áhrif á það hvernig þjóðarsálin tók í það að hingað til lands væri að koma hópur fólks sem hefði eitthvað með klámiðnaðinn að gera? „Jú, eflaust. Það verður forvitnilegt að skoða þeta þegar fram líða stundir, þegar fólk fer að melta þetta hvað hafi verið í gangi. Var þjóðin í sárum eða var þetta hávær hópur minnihlutans en ekki þjóðarsálin sem talaði? Sá hópur náði að minnsta kosti að fá fjölmiðla og stjórnmálamenn á sitt band sem er algjört einsdæmi. Kannski hefur það eitthvað með komandi kosningar að gera. En ég verð að segja að í umræðunni afhjúpuðu nokkrir róttækir femínistar hér á landi mikla fáfræði og fordóma um kynhegðun mannsins. Þessi hópur hefur verið iðinn við það að kenna fólki grunnatriðin í kynjafræði en mér finnst að sjálfir ættu þeir að kynna sér sömu grunnatriði í kynfræði síðustu áratuga.“ Jóna segir ritskoðun og netlögguleik geta haft alvarlegar afleiðingar. Með því sé auðveldara að ráðast gegn baráttu annarra minnihlutahópa fyrir tilverurétti sínum, svo sem homma og lesbía, og einnig er hætt við að erfiðara yrði fyrir fólk að afla sér upplýsinga um kynlíf. „Af hverju ekki frekar að draga efnið sjálft inn í umræðuna, án fordóma. Ræða hvað við viljum sjá í myndefni af þessu tagi og skoða þarfir hvers og eins. Það er erfitt að ákveða hvað er normal og hvað er ekki normal og við hvað á eiginlega að miða? Trú, algengi, tölfræði? Það er ekki hægt. Gaman væri að sjá einhverja taka sig til og framleiða efni sem leiftrar af kímni, kátínu, holdi og ástríðu.“ n
Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira