Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle Supersonics náði sér ekki á strik í nótt þegar lið hans tapaði fyrir Sacramento 104-98 í æfingaleik. Alls fóru fram átta æfingaleikir í nótt, þar af einn á Malaga á Spáni.
Kevin Durant skoraði 12 stig í tapi Seattle gegn Sacramento á útivelli og réði ekkert við stigahæsta mann kvöldsins, Kevin Martin, sem skoraði 27 stig fyrir lærisveina Reggie Theus í Sacramento.
Memphis tapaði 102-99 fyrir Malaga á Spáni, Washington burstaði Cleveland og Dallas vann auðveldan sigur á San Antonio. Þá átti kínverski nýliðinn Yi Jianlian erfitt uppdráttar í sínum fyrsta æfingaleik fyrir Milwaukee og fékk sex villur á aðeins 16 mínútum. Hann skoraði þrjú stig í 93-88 sigri liðsins gegn Chicago Bulls.
Úrslit næturinnar:
Malaga-Memphis 102-99
Cleveland-Washington 62-81
New Orleans-Houston 94-92
Dallas-San Antonio 88-67
Milwaukee-Chicago 93-88
Denver-LA Clippers 119-107
Sacramento-Seattle 104-98
LA Lakers-Golden State 110-111