Talið að sjö börn hafi gist hjá Madeleine 10. október 2007 10:19 McCann hjónin fengu réttarstöðu grunaðra í málinu fyrir mánuði síðan. Breskir fjölmiðlar segja að nú vilji nýr yfirmaður rannsóknarinnar í Portúgal fá þau til yfirheyrslu. MYND/AFP Portúgalska lögreglan telur að Madeleine og tvíburasystkyni hennar hafi ekki verið ein í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz kvöldið sem stúlkunni var rænt. Portúgalska blaðið 24 Horas heldur því fram að lögreglan telji að börn sjö vina þeirra hafi einnig verið í íbúðinni 3. maí síðastliðinn. Paulo Rebelo rannsóknarlögreglumaður sem þekktur er fyrir að uppræta stærsta barnaklámhring í Portúgal hefur tekið við rannsókn hvarfsins á Madeleine. Hann er nú kominn til Praia da Luz og fyrirskipaði í gær fimm klukkustunda rannsókn á íbúðinni sem fjölskyldan gisti í. McCann hjónin hafa haldið því fram að Madeleine hafi verið ein í íbúðinni ásamt tvíburunum á meðan þau borðuðu kvöldverð með vinum sínum á tapas veitingastað skammt frá. Vinahópurinn segir að önnur börn hafi verið í sínum íbúðum og litið hafi verið eftir þeim reglulega um kvöldið. Heimildarmaður úr rannsóknarliðinu sagði blaðinu að það væru ekki bara sönnunargögn sem bentu til þess að fleiri börn hafi verið í íbúðinni um kvöldið. Við yfirheyrslur á vinunum sem snæddu saman um kvöldið kom í ljós að aðeins íbúð McCann hjónanna var heimsótt á meðan kvöldverðinum stóð. Börnin höfðu heimsótt íbúðir hinna reglulega þá sex daga sem þau höfðu verið á hótelinu. Blaðið útskýrði ekki hvernig sýni úr þeim heimsóknum gætu tengst kvöldinu örlagaríka. Þá dregur blaðið í efa vitnisburð karlmanns úr vinahópnum sem fór af veitingastaðnum klukkan 21:35 og kom til baka klukkan 22, örfáum mínútum áður en Kate McCann uppgötvaði hvarf dóttur sinnar. Russel O´Brien neitaði að tengjast hvarfi Madeleine og sagðist hafa verið að sinna veikri dóttur sinni. O´Brien hefur ekki verið grunaður í málinu. Hann segir að dóttir hans hafi kastað upp og hann hafi beðið um að skipt yrði á sængurverum. Blaðið segir að starfsfólk Ocean Club hótelsins kannist ekki við að beðið hafi verið um slíkt umrætt kvöld. Madeleine McCann Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Portúgalska lögreglan telur að Madeleine og tvíburasystkyni hennar hafi ekki verið ein í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz kvöldið sem stúlkunni var rænt. Portúgalska blaðið 24 Horas heldur því fram að lögreglan telji að börn sjö vina þeirra hafi einnig verið í íbúðinni 3. maí síðastliðinn. Paulo Rebelo rannsóknarlögreglumaður sem þekktur er fyrir að uppræta stærsta barnaklámhring í Portúgal hefur tekið við rannsókn hvarfsins á Madeleine. Hann er nú kominn til Praia da Luz og fyrirskipaði í gær fimm klukkustunda rannsókn á íbúðinni sem fjölskyldan gisti í. McCann hjónin hafa haldið því fram að Madeleine hafi verið ein í íbúðinni ásamt tvíburunum á meðan þau borðuðu kvöldverð með vinum sínum á tapas veitingastað skammt frá. Vinahópurinn segir að önnur börn hafi verið í sínum íbúðum og litið hafi verið eftir þeim reglulega um kvöldið. Heimildarmaður úr rannsóknarliðinu sagði blaðinu að það væru ekki bara sönnunargögn sem bentu til þess að fleiri börn hafi verið í íbúðinni um kvöldið. Við yfirheyrslur á vinunum sem snæddu saman um kvöldið kom í ljós að aðeins íbúð McCann hjónanna var heimsótt á meðan kvöldverðinum stóð. Börnin höfðu heimsótt íbúðir hinna reglulega þá sex daga sem þau höfðu verið á hótelinu. Blaðið útskýrði ekki hvernig sýni úr þeim heimsóknum gætu tengst kvöldinu örlagaríka. Þá dregur blaðið í efa vitnisburð karlmanns úr vinahópnum sem fór af veitingastaðnum klukkan 21:35 og kom til baka klukkan 22, örfáum mínútum áður en Kate McCann uppgötvaði hvarf dóttur sinnar. Russel O´Brien neitaði að tengjast hvarfi Madeleine og sagðist hafa verið að sinna veikri dóttur sinni. O´Brien hefur ekki verið grunaður í málinu. Hann segir að dóttir hans hafi kastað upp og hann hafi beðið um að skipt yrði á sængurverum. Blaðið segir að starfsfólk Ocean Club hótelsins kannist ekki við að beðið hafi verið um slíkt umrætt kvöld.
Madeleine McCann Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira